Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason
Þá er lestri enn einnar Arnaldar-bókarinnar lokið. Hálft þriðja ár er síðan maður heyrði síðast almennilega í þeim Erlendi, Sigurði Óla og Elínborgu sem síðast fréttist almennilega af í Röddinni sem kom út fyrir jólin 2002. Í millitíðinni kom út hin svona fremur slappa Bettý þar sem einungis var örlítið imprað á þríeykinu góðkunna úr rannsóknarlögreglunni.
Að þessu sinni kljást félagarnir við beinafund í Kleifarvatni og þurfa í því máli að hverfa áratugi aftur í tímann og auk þess út fyrir landsteinana, alla leið austur fyrir járntjald til Austur-Þýskalands sjötta áratugarins. Erlendur fær þarna verðugt verkefni til að kljást við enda eru mannshvörf hans ær og kýr eins og tryggir lesendur Arnaldar þekkja. Best að segja svo ekki mikið meira.
Sagan er í þeim gamalkunna skandinavíska glæpasögustíl sem einhvern veginn fellur íslenskum glæpasögum allra best; miklu fremur sósíalrealískar örlagasögur en svona ,,húdönnit"-sögur í stíl Agöthu Christie og fleiri slíkra. Kleifarvatn rígheldur manni eins og fyrri bækur Arnaldar í þessum stíl og ljóst er að hann heldur fyllilega dampi þrátt fyrir þær gríðarlegu kröfur sem því eru samfara að fylgja eftir tveimur Glerlyklum og gríðarlegum vinsældum víða um lönd.
Það ætti því enginn að vera svikinn af Kleifarvatni sem á annað borð kann vel að meta sögur Arnaldar af afdrifum Erlendar og félaga hans í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík - borg glæpanna!
Að þessu sinni kljást félagarnir við beinafund í Kleifarvatni og þurfa í því máli að hverfa áratugi aftur í tímann og auk þess út fyrir landsteinana, alla leið austur fyrir járntjald til Austur-Þýskalands sjötta áratugarins. Erlendur fær þarna verðugt verkefni til að kljást við enda eru mannshvörf hans ær og kýr eins og tryggir lesendur Arnaldar þekkja. Best að segja svo ekki mikið meira.
Sagan er í þeim gamalkunna skandinavíska glæpasögustíl sem einhvern veginn fellur íslenskum glæpasögum allra best; miklu fremur sósíalrealískar örlagasögur en svona ,,húdönnit"-sögur í stíl Agöthu Christie og fleiri slíkra. Kleifarvatn rígheldur manni eins og fyrri bækur Arnaldar í þessum stíl og ljóst er að hann heldur fyllilega dampi þrátt fyrir þær gríðarlegu kröfur sem því eru samfara að fylgja eftir tveimur Glerlyklum og gríðarlegum vinsældum víða um lönd.
Það ætti því enginn að vera svikinn af Kleifarvatni sem á annað borð kann vel að meta sögur Arnaldar af afdrifum Erlendar og félaga hans í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík - borg glæpanna!