Ikonen i fickan eftir Owe Wikström
Tók þessa hljóðbók nú bara svona í bríaríi. Þetta reyndist hin skemmtilegasta hlustun. Höfundurinn er prófessor í trúarbragðafræðum frá Uppsala-háskóla og bókin er uppfull af alls konar exístensíalískum þankagangi höfundar um vegferð manneskjunnar þar sem að leiðarstefið er ferðalög, bæði á hinu ytra borði og hinu innra. Ég hætti mér eiginlega varla út í frekari útlistingar á efni bókarinnar en einhvern veginn varð þetta allt mjög áhugavert og skemmtilegt.
Og ekki orð um það meir.
Og ekki orð um það meir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home