Lygasaga eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
Fátt finnst mér nú leiðinlegra en fyrrverandi alkar að rekja í löngu máli fyrrum drykkjusögu sína í allt of miklum smáatriðum. Fyrir vikið hef ég í gegnum tíðina forðast allar reynslusögur sem komið hafa út á bók þar sem að þurrkaðir alkar segja frá blautri fortíð sinni. Flokka þetta undir einhvers konar sorgar- eða óhamingjuklám þar sem verið er að klæmast á óhamingju fólks og gera hana að hálfgerðri afþreyingu þar sem lögmálið; því svæsnara og hryllilegra því meira spennandi, er í gildi.
Margir hafa haldið því fram að Lygasaga Lindu Vilhjálmsdóttur sé undantekningin frá þessari reglu þar sem að þar segi fær rithöfundur frá eigin drykkjureynslu auk þess sem sagan hennar sé tempruð, írónísk, vel stíluð og laus við alla vorkunn eða dramatíseringar.
Ég ákvað því að láta fordóma mína fyrir alkabókmenntum ekki hindra það að renndi mér í gegnum bók Lindu.
Og satt er það að vissulega gerir Linda þetta margfalt betur heldur en gengur og gerist í þessum mjög svo leiðigjarna bókmenntaflokki. Og margt er flott og margt er mjög gott. En samt sem áður hálfleiddist mér lesturinn. Bókin er nefnilega samt sem áður enn ein játningarsaga þurrkaða alkans þar sem ekkert annað er til umræðu en alkinn sjálfur og alkóhólisminn og svæsnar sögur af gömlum fylleríum. Ég verð því að viðurkenna að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum enda fannst mér Lindu ekki takast nógu vel að hefja sig yfir hinar hefðbundnu leiðigjörnu alkasögur.
Lygasaga er því ekki nema rétt sæmileg, þegar að á heildina er litið.
Margir hafa haldið því fram að Lygasaga Lindu Vilhjálmsdóttur sé undantekningin frá þessari reglu þar sem að þar segi fær rithöfundur frá eigin drykkjureynslu auk þess sem sagan hennar sé tempruð, írónísk, vel stíluð og laus við alla vorkunn eða dramatíseringar.
Ég ákvað því að láta fordóma mína fyrir alkabókmenntum ekki hindra það að renndi mér í gegnum bók Lindu.
Og satt er það að vissulega gerir Linda þetta margfalt betur heldur en gengur og gerist í þessum mjög svo leiðigjarna bókmenntaflokki. Og margt er flott og margt er mjög gott. En samt sem áður hálfleiddist mér lesturinn. Bókin er nefnilega samt sem áður enn ein játningarsaga þurrkaða alkans þar sem ekkert annað er til umræðu en alkinn sjálfur og alkóhólisminn og svæsnar sögur af gömlum fylleríum. Ég verð því að viðurkenna að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum enda fannst mér Lindu ekki takast nógu vel að hefja sig yfir hinar hefðbundnu leiðigjörnu alkasögur.
Lygasaga er því ekki nema rétt sæmileg, þegar að á heildina er litið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home