Bókabloggið er flutt

Sjá: bokabloggid.wordpress.com

23.10.06

The Invention of Solitude eftir Paul Auster

Eitt af fyrstu verkum Austers og gott ef ekki fyrsti prósinn hans. Stenst, að mínu mati, ekki því besta sem hann hefur gert snúning. Fyrri hlutinn er helgaður minningum og hugrenningum Austers um nýlátinn föður sinn en í seinni hlutanum fara hlutirnir meira á flot og mörk skáldskapar og veruleika verða óskýr og framvinda flýtur á milli hugrenninga ýmiskonar.

Best að hætta sér ekki mikið lengra í lýsingum á bókinni áður en maður fer út á þann hála ís að fara að slá um sig með bókmenntafræðilegum frösum sem maður ræður ekkert við. Þetta er Auster fyrir lengra komna, bók sem mér fannst ég oft vera of heimskur fyrir. En það er ekkert við því að gera (þ.e. heimsku minni).

2 Comments:

  • At 9:28 e.h., Blogger Sölvi Björn said…

    Ekki er það nú til upphafningar vitsmuna minna, þetta komment, en ég verð samt að segja að fyrsta bókin hans Austers er tvímælalaust á meðal þeirra allra bestu, þótt sú nýja fari reyndar nokkuð langt með að slá hana út.

     
  • At 11:27 e.h., Blogger Króinn said…

    ...enda ertu útskrifaður bókmenntafræðingur. níd æ sei mor?
    Nei, einhvern veginn hafa Brooklyn Follies og New York-trílógían höfðað betur til mín. Svo ekki sé talað um Book of Illusions sem mér finnst vera hans besta af þeim sem ég hef lesið.
    Timbuktu hins vegar leiðindastöff.

     

Skrifa ummæli

<< Home