Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur
[Bókaumfjöllun í samtalsformi sem birtist á Kistunni á sínum tíma]
Úlfhildur Dagsdóttir ritaði:
Halló Sigurður, Laxness árið byrjaði með bravúr, en nú síðari partinn hefur verið fremur hljótt um þennan ágæta höfund. Þangað til bók Auðar Jónsdóttur birtist. Hverskonar bók er þetta og hvernig leist þér á hana?
bestu kveðjur
úlfhildur
30. nóv. 2002
Subject: Skrýtnastur er maður sjálfur
Sigurður Ólafsson ritaði:
Já, Laxness gnæfir yfir sem fyrr. Meira að segja blessuð börnin sleppa ekki undan skugga skáldsins. Nú á að fræða yngsta fólkið um hinn stórmerka rithöfund og hver er betri til þess en sjálft afabarnið, rithöfundurinn Auður Jónsdóttir.
Ég neita því ekki að ég var spenntur þegar ég heyrði af þessu tiltæki enda er ég gamall Laxnessnörd síðan úr "Menntaskólanum" (svo nefna hrokafullir og óþolandi MR ingar skólann sinn). Þá tók ég lífið alvarlega og las Laxness mér til óbóta ásamt góðum vini mínum, upprennandi úngskáldi (með ú-i). Við fórum líka í spariföt á 95 ára afmæli skáldsins og skrópuðum í tíma (örugglega þýskutíma) og löbbuðum um Þingholtin og töluðum um hluti sem okkur fannst vera háfleygir. Við horfðum saman á svarthvíta sjónvarpsviðtalið sem Matthías átti við skáldjöfurinn einhvern tíma í denn og við örkuðum grafalvarlegir og svartklæddir til jarðarfarar meistarans í Kristskirkju. Ég var reyndar aðeins of seinn og stóð því bara fyrir utan - í tvo klukkutíma, svartklæddur og skjálfandi úr kulda. En það var allt í lagi. Hvað gerir maður ekki fyrir Laxness? Svo náðist ég líka á mynd í sjónvarpinu þegar að kistan var borin út. Ég veit það vegna þess að ég tók jarðarförina líka upp á vídeó og á spóluna örugglega enn þá. (Ég þekki reyndar fólk sem hefur horft á jarðarförina á hátíðarstundum, eins og á jólunum. Ég hef ekki gengið svo langt - ég er ekki alveg!)
Ef ég væri haldinn örlítilli sjálfsgagnrýni myndi ég átta mig á því að ég var (og er kannski enn þá) þungt haldinn þeirri skefjalausu Laxnessdýrkun sem að viðgengst í íslensku samfélagi. Allt sem skáldið snerti er orðið að gulli og allt sem það hefur sagt og skrifað er rétt og þeir sem töluðu á móti honum eru allir sagðir hafa verið svolitlir kjánar. Engum dettur annað í hug. Kannski kemur að því einn daginn, eða eitt árið, að fólk fer að nálgast Halldór á hlutlægari hátt. Hins vegar bólar enn sem komið er lítið sem ekkert á slíku. Það er auðvitað slæmt enda er engum greiði gerður, og Laxness síst sjálfum, með hetjuímyndinni sem umlykur hann.
Barnabók Auðar Jónsdóttur er því miður að miklu leyti þessum sama hetjukennda annmarka háð. Nálgunin þar getur því miður hvorki talist nýstárleg né frumleg. Sumir myndu kannski segja að óþarfi væri að gera kröfur til einhverra byltinga í viðhorfum í barnabók þar sem efnið er einfaldað og skýrt. Þau rök mega sín hins vegar lítils enda á ekkert að gera minni kröfur til barnabóka en annarra bóka.
Það eru auðvitað til fjölmargar leiðir til þess að setja fram líf og störf Halldórs Laxness fyrir börn. Auður velur að leggja áherslu á uppvöxt og æsku skáldsins og hvernig það kom til að Dóri litli frá Laxnesi varð að rithöfundinum fræga Halldóri Kiljan Laxness. Inn í frásögnina fléttar hún síðan skýringar og vangaveltur tengdar ýmsu sem kann að vera óljóst ungum lesendum svo og auðvitað skemmtilegum sögum af kynnum þeirra langfeðgina og persónulegu sjónarhorni á afa sinn.
Auður hefði að ósekju mátt gera tengslum sínum við afa sinn hærra undir höfði. Sú nálgun hefði um margt verið athyglisverðari og heppilegri. Ég á meira að segja von á því að markhópur bókarinnar sé mér að nokkru leyti sammála þó að erfitt sé vitanlega að slá slíku föstu. Þar bregður höfundur nefnilega einna helst nýstárlegri mynd upp af Halldór Laxness í oft alveg bráðskemmtilegum og athyglisverðum smásögum af ýmsum hversdagslegum samskiptum skáldsins og þeirra sem næst honum stóðu.
Skýtnastur er maður sjálfur er annars ágætlega heppnuð kynning á skáldinu og verður kannski til þess að ala upp nýja Laxnessnörda sem spígspora spariklæddir um Þingholtin, kannski á 110 ára afmæli þess.
kveðjur,
S.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Úlfhildur Dagsdóttir ritaði:
Halló Sigurður, Laxness árið byrjaði með bravúr, en nú síðari partinn hefur verið fremur hljótt um þennan ágæta höfund. Þangað til bók Auðar Jónsdóttur birtist. Hverskonar bók er þetta og hvernig leist þér á hana?
bestu kveðjur
úlfhildur
30. nóv. 2002
Subject: Skrýtnastur er maður sjálfur
Sigurður Ólafsson ritaði:
Já, Laxness gnæfir yfir sem fyrr. Meira að segja blessuð börnin sleppa ekki undan skugga skáldsins. Nú á að fræða yngsta fólkið um hinn stórmerka rithöfund og hver er betri til þess en sjálft afabarnið, rithöfundurinn Auður Jónsdóttir.
Ég neita því ekki að ég var spenntur þegar ég heyrði af þessu tiltæki enda er ég gamall Laxnessnörd síðan úr "Menntaskólanum" (svo nefna hrokafullir og óþolandi MR ingar skólann sinn). Þá tók ég lífið alvarlega og las Laxness mér til óbóta ásamt góðum vini mínum, upprennandi úngskáldi (með ú-i). Við fórum líka í spariföt á 95 ára afmæli skáldsins og skrópuðum í tíma (örugglega þýskutíma) og löbbuðum um Þingholtin og töluðum um hluti sem okkur fannst vera háfleygir. Við horfðum saman á svarthvíta sjónvarpsviðtalið sem Matthías átti við skáldjöfurinn einhvern tíma í denn og við örkuðum grafalvarlegir og svartklæddir til jarðarfarar meistarans í Kristskirkju. Ég var reyndar aðeins of seinn og stóð því bara fyrir utan - í tvo klukkutíma, svartklæddur og skjálfandi úr kulda. En það var allt í lagi. Hvað gerir maður ekki fyrir Laxness? Svo náðist ég líka á mynd í sjónvarpinu þegar að kistan var borin út. Ég veit það vegna þess að ég tók jarðarförina líka upp á vídeó og á spóluna örugglega enn þá. (Ég þekki reyndar fólk sem hefur horft á jarðarförina á hátíðarstundum, eins og á jólunum. Ég hef ekki gengið svo langt - ég er ekki alveg!)
Ef ég væri haldinn örlítilli sjálfsgagnrýni myndi ég átta mig á því að ég var (og er kannski enn þá) þungt haldinn þeirri skefjalausu Laxnessdýrkun sem að viðgengst í íslensku samfélagi. Allt sem skáldið snerti er orðið að gulli og allt sem það hefur sagt og skrifað er rétt og þeir sem töluðu á móti honum eru allir sagðir hafa verið svolitlir kjánar. Engum dettur annað í hug. Kannski kemur að því einn daginn, eða eitt árið, að fólk fer að nálgast Halldór á hlutlægari hátt. Hins vegar bólar enn sem komið er lítið sem ekkert á slíku. Það er auðvitað slæmt enda er engum greiði gerður, og Laxness síst sjálfum, með hetjuímyndinni sem umlykur hann.
Barnabók Auðar Jónsdóttur er því miður að miklu leyti þessum sama hetjukennda annmarka háð. Nálgunin þar getur því miður hvorki talist nýstárleg né frumleg. Sumir myndu kannski segja að óþarfi væri að gera kröfur til einhverra byltinga í viðhorfum í barnabók þar sem efnið er einfaldað og skýrt. Þau rök mega sín hins vegar lítils enda á ekkert að gera minni kröfur til barnabóka en annarra bóka.
Það eru auðvitað til fjölmargar leiðir til þess að setja fram líf og störf Halldórs Laxness fyrir börn. Auður velur að leggja áherslu á uppvöxt og æsku skáldsins og hvernig það kom til að Dóri litli frá Laxnesi varð að rithöfundinum fræga Halldóri Kiljan Laxness. Inn í frásögnina fléttar hún síðan skýringar og vangaveltur tengdar ýmsu sem kann að vera óljóst ungum lesendum svo og auðvitað skemmtilegum sögum af kynnum þeirra langfeðgina og persónulegu sjónarhorni á afa sinn.
Auður hefði að ósekju mátt gera tengslum sínum við afa sinn hærra undir höfði. Sú nálgun hefði um margt verið athyglisverðari og heppilegri. Ég á meira að segja von á því að markhópur bókarinnar sé mér að nokkru leyti sammála þó að erfitt sé vitanlega að slá slíku föstu. Þar bregður höfundur nefnilega einna helst nýstárlegri mynd upp af Halldór Laxness í oft alveg bráðskemmtilegum og athyglisverðum smásögum af ýmsum hversdagslegum samskiptum skáldsins og þeirra sem næst honum stóðu.
Skýtnastur er maður sjálfur er annars ágætlega heppnuð kynning á skáldinu og verður kannski til þess að ala upp nýja Laxnessnörda sem spígspora spariklæddir um Þingholtin, kannski á 110 ára afmæli þess.
kveðjur,
S.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home