Sputnik Sweetheart eftir Haruki Murakami
Ég held ég fari rétt með það að á háskólaárum mínum hafi það hist þannig á að meirihluti starfsmanna bókabúðar Máls og menningar í Rúblunni samanstóð af kunningjum mínum ýmsum og vinum héðan og þaðan. Þetta fólk átti margt sameiginlegt - t.d. að sækja sömu skemmtistaði og ég og vera að gutla eitthvað í háskólanum eins og ég og svo lá allt þetta lið í Murakami. Enginn var maður með mönnum nema að hann tætti í sig hverja Murakami-bókina á fætur annarri og allir dásumuðu hinn mikla snilling.
Ég var fremur seinn til og las ekki mína fyrstu Murakami-bók fyrr en sumarið eftir BA-próf (ef ég man rétt) og keypti mér síðan Norwegian Wood í english bookshop í Aix-en-Provence á meðan þeirri dvöl stóð og las þar á síðkvöldum, mér til mikillar ánægju. Og nú bætti ég þeirri þriðju í lestrarsafnið: Sputnik Sweetheart. Þar með held ég að ég sé búinn með allar þessar þrjár litlu sætu ástarsögur Murakami (eða eru þær kannski fleiri?) sem allir segja reyndar að séu frekar hliðarspor á ferli Murakamis sem frekar einkennist af fantasíukenndum þeysireiðum þar sem atburðarásin fer, að því er virðist, stjórnlaust um allar trissur. Kannski það sé samt ekki svo - ég veit ekki, hef bara lesið litlu sætu ástarsögurnar.
Í Sputnik Sweetheart er Murakami sjálfum sér líkur og það er gott - Murakami er góður. Eins og í öðrum bókum höfundarins eru sögupersónurnar einfarar í lífinu, fólk á skjön við hressa og flippaða meinstrímliðið allt í kring. Kannski samkenndin með þessum aðalpersónum geri það að verkum að bækurnar eru svona vinsælar meðal ungs fólks sem uppfullt er af tilfinningum um að ,,það skilji mann enginn" og ,,að allir séu hálfvitar" nema maður sjálfur og besti vinur manns. Svolítið eins og að hlusta á Smiths-lag.
Sagan segir frá vináttu sögumanns, 25 ára gamals kennara í Tókýó, og Sumire 22 ára vinkonu. Söguhöfundur á við þann vanda að etja að vera bálskotinn í Sumire án þess að finna fyrir nokkrum einasta slíkum áhuga á móti. Áhugaleysi Sumire skýrist þegar að Miu, tæplega fertug viðskiptakona, kynnist Sumire og það er skemmst frá því að segja að Sumire verður ástfangin upp fyrir haus af Miu. Miu ber hins vegar engar slíkar tilfinningar til Sumire. Sem sagt týpískur algjörlega vonlaus ástarþríhyrningur.
Sagan tekur óvænta stefnu þegar að Sumire og Miu halda saman til Evrópu í viðskiptaferð og Sumire hverfur sporlaust á grískri eyju. Sögumaður er kallaður til hjálpar á grísku eyjunni og sagan tekur á sig ráðgátublæ auk þess sem ákveðin mystík verður alltumlykjandi.
Þetta er falleg saga, dálítið sorgleg, þar sem allt er til staðar sem einkennir góða Murakami-bók. Murakami svíkur því ekki hér frekar en fyrri daginn og mig langar í meira.
Ég var fremur seinn til og las ekki mína fyrstu Murakami-bók fyrr en sumarið eftir BA-próf (ef ég man rétt) og keypti mér síðan Norwegian Wood í english bookshop í Aix-en-Provence á meðan þeirri dvöl stóð og las þar á síðkvöldum, mér til mikillar ánægju. Og nú bætti ég þeirri þriðju í lestrarsafnið: Sputnik Sweetheart. Þar með held ég að ég sé búinn með allar þessar þrjár litlu sætu ástarsögur Murakami (eða eru þær kannski fleiri?) sem allir segja reyndar að séu frekar hliðarspor á ferli Murakamis sem frekar einkennist af fantasíukenndum þeysireiðum þar sem atburðarásin fer, að því er virðist, stjórnlaust um allar trissur. Kannski það sé samt ekki svo - ég veit ekki, hef bara lesið litlu sætu ástarsögurnar.
Í Sputnik Sweetheart er Murakami sjálfum sér líkur og það er gott - Murakami er góður. Eins og í öðrum bókum höfundarins eru sögupersónurnar einfarar í lífinu, fólk á skjön við hressa og flippaða meinstrímliðið allt í kring. Kannski samkenndin með þessum aðalpersónum geri það að verkum að bækurnar eru svona vinsælar meðal ungs fólks sem uppfullt er af tilfinningum um að ,,það skilji mann enginn" og ,,að allir séu hálfvitar" nema maður sjálfur og besti vinur manns. Svolítið eins og að hlusta á Smiths-lag.
Sagan segir frá vináttu sögumanns, 25 ára gamals kennara í Tókýó, og Sumire 22 ára vinkonu. Söguhöfundur á við þann vanda að etja að vera bálskotinn í Sumire án þess að finna fyrir nokkrum einasta slíkum áhuga á móti. Áhugaleysi Sumire skýrist þegar að Miu, tæplega fertug viðskiptakona, kynnist Sumire og það er skemmst frá því að segja að Sumire verður ástfangin upp fyrir haus af Miu. Miu ber hins vegar engar slíkar tilfinningar til Sumire. Sem sagt týpískur algjörlega vonlaus ástarþríhyrningur.
Sagan tekur óvænta stefnu þegar að Sumire og Miu halda saman til Evrópu í viðskiptaferð og Sumire hverfur sporlaust á grískri eyju. Sögumaður er kallaður til hjálpar á grísku eyjunni og sagan tekur á sig ráðgátublæ auk þess sem ákveðin mystík verður alltumlykjandi.
Þetta er falleg saga, dálítið sorgleg, þar sem allt er til staðar sem einkennir góða Murakami-bók. Murakami svíkur því ekki hér frekar en fyrri daginn og mig langar í meira.