Salvador eftir Joan Didion
Þegar ég heyrði fyrst minnst á nafn Joan Didion einhvern tíma síðasta haust í bókaumfjöllun morgunþætti sænska sjónvarpsins þá lagði ég strax við hlustir. Ég hafði að vísu lítinn áhuga á þeirri bók sem til umfjöllunar var en þegar að ég heyrði að Didion þessi tilheyrði þeim sem stundum hafa verið kenndir við Nýju blaðamennskuna (New journalism) í sínum bókum og að hún hafi um árið sent frá sér bók um El Salvador, þá varð ég spenntur. Ég hugsaði með mér að hún skrifaði þá kannski eins gott stöff og Kapuscinski minn kæri.
Eftir árangurslausa leit í bókabúðum og á bókasöfnum leysti ég málið með Amazon og bókin barst í janúar síðastliðnum. Og nú er ég loks búinn að hespa henni af - hef svona gripið til hennar af og til.
Didion var í El Salvador 1982 og bókin er frá þeim tíma. Hún segir frá glæpasamfélaginu El Salvador þar sem ómögulegt er að vita hverjir fremja verstu eða mestu glæpina á götum út, böðlar stjórnvalda eða hreinræktaðar glæpaklíkur. Og þetta var að sjálfsögðu hyski sem að Reagan-stjórn þessa tíma studdi dyggilega við bakið á - nema hvað?
Skemmst er frá því að segja að ég komst samt sem áður einhvern veginn aldrei í samband við þessa bók. Þannig að Kapuscinski er enn bestur. En ég keypti mér þó aðra Didion-bók í leiðinni, Miami heitir hún, og kannski maður gefi henni séns einhvern tíma á næstu mánuðum.
Eftir árangurslausa leit í bókabúðum og á bókasöfnum leysti ég málið með Amazon og bókin barst í janúar síðastliðnum. Og nú er ég loks búinn að hespa henni af - hef svona gripið til hennar af og til.
Didion var í El Salvador 1982 og bókin er frá þeim tíma. Hún segir frá glæpasamfélaginu El Salvador þar sem ómögulegt er að vita hverjir fremja verstu eða mestu glæpina á götum út, böðlar stjórnvalda eða hreinræktaðar glæpaklíkur. Og þetta var að sjálfsögðu hyski sem að Reagan-stjórn þessa tíma studdi dyggilega við bakið á - nema hvað?
Skemmst er frá því að segja að ég komst samt sem áður einhvern veginn aldrei í samband við þessa bók. Þannig að Kapuscinski er enn bestur. En ég keypti mér þó aðra Didion-bók í leiðinni, Miami heitir hún, og kannski maður gefi henni séns einhvern tíma á næstu mánuðum.