Salvador eftir Joan Didion

Eftir árangurslausa leit í bókabúðum og á bókasöfnum leysti ég málið með Amazon og bókin barst í janúar síðastliðnum. Og nú er ég loks búinn að hespa henni af - hef svona gripið til hennar af og til.
Didion var í El Salvador 1982 og bókin er frá þeim tíma. Hún segir frá glæpasamfélaginu El Salvador þar sem ómögulegt er að vita hverjir fremja verstu eða mestu glæpina á götum út, böðlar stjórnvalda eða hreinræktaðar glæpaklíkur. Og þetta var að sjálfsögðu hyski sem að Reagan-stjórn þessa tíma studdi dyggilega við bakið á - nema hvað?
Skemmst er frá því að segja að ég komst samt sem áður einhvern veginn aldrei í samband við þessa bók. Þannig að Kapuscinski er enn bestur. En ég keypti mér þó aðra Didion-bók í leiðinni, Miami heitir hún, og kannski maður gefi henni séns einhvern tíma á næstu mánuðum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home