The Book of Illusions eftir Paul Auster
Það renna alltaf á mig tvær grímur þegar að ég les aftan á hylkjum hljóðbóka að höfundarnir sjálfir lesi. Ég hef nefnilega þá reynslu að skáld séu oftar en ekki búin að temja sér einhvern alveg ótrúlega tilgerðarlegan og uppskrúfaðan upplestrarstíl. Þetta gerir það að verkum að oftar en ekki eyðileggja rithöfundar eigin verk með bjánalegum upplestri.
Paul Auster er hrein og klár undantekning frá þessari reglu. Röddin er svöl og hæfir einhvern veginn efni bóka hans alveg fullkomlega. Upplestur hans á The Book of Illusions er því algjörlega til fyrirmyndar. Og svo er bókin óstytt í upplestri sem er ánægjuleg undantekning frá þeim skelfilega ósið í enskumælandi löndum að stytta bækur í hljóðbókarútgáfu.
Bókin fjallar um David Zimmer, prófessor sem missir konu og börn í slysi og tekst ekki að höndla tilveruna á nýjan leik fyrr en hann sekkur sér ofan í verk Hectors Mann, gleymdrar kvikmyndastjörnu frá tíma þöglu myndanna. Hann verður svo gagntekinn af myndum Manns að hann skrifar bók um verk stjörnunnar gleymdu. Líður svo og bíður þar til einn dag berst honum bréf frá eiginkonu Hectors Mann þar sem hún segir eiginmann sinn vilja hitta hann að máli. Þetta kemur David í opna skjöldu enda hafði Hector Mann horfið á dularfullan hátt meira en hálfri öld áður og af flestum talinn löngu dáinn.
Eftir þetta fer mikil atburðarás af stað, bæði hjá David sjálfum en einnig í öllum þeim rammasögum sem framvindunni tengjast.
Paul Auster er sjálfum sér líkur í þessari bók. Persónurnar eru náskyldar þeim sem komu fyrir í New York-þríleiknum: Þær kjósa helst að lifa í algerri einveru sem einungis er brotin upp utanfrá. Undirliggjandi er missir, sorg og söknuður sem þó er grafinn og bældur. Og sama undirförula og mystíska yfirbragðið einkennir The Book of Illusions og var alltumlykjandi í New York-þríleiknum.
Tvímælalaust besta bók Auster af þeim sem ég hef lesið (eða hlustað á).
Paul Auster er hrein og klár undantekning frá þessari reglu. Röddin er svöl og hæfir einhvern veginn efni bóka hans alveg fullkomlega. Upplestur hans á The Book of Illusions er því algjörlega til fyrirmyndar. Og svo er bókin óstytt í upplestri sem er ánægjuleg undantekning frá þeim skelfilega ósið í enskumælandi löndum að stytta bækur í hljóðbókarútgáfu.
Bókin fjallar um David Zimmer, prófessor sem missir konu og börn í slysi og tekst ekki að höndla tilveruna á nýjan leik fyrr en hann sekkur sér ofan í verk Hectors Mann, gleymdrar kvikmyndastjörnu frá tíma þöglu myndanna. Hann verður svo gagntekinn af myndum Manns að hann skrifar bók um verk stjörnunnar gleymdu. Líður svo og bíður þar til einn dag berst honum bréf frá eiginkonu Hectors Mann þar sem hún segir eiginmann sinn vilja hitta hann að máli. Þetta kemur David í opna skjöldu enda hafði Hector Mann horfið á dularfullan hátt meira en hálfri öld áður og af flestum talinn löngu dáinn.
Eftir þetta fer mikil atburðarás af stað, bæði hjá David sjálfum en einnig í öllum þeim rammasögum sem framvindunni tengjast.
Paul Auster er sjálfum sér líkur í þessari bók. Persónurnar eru náskyldar þeim sem komu fyrir í New York-þríleiknum: Þær kjósa helst að lifa í algerri einveru sem einungis er brotin upp utanfrá. Undirliggjandi er missir, sorg og söknuður sem þó er grafinn og bældur. Og sama undirförula og mystíska yfirbragðið einkennir The Book of Illusions og var alltumlykjandi í New York-þríleiknum.
Tvímælalaust besta bók Auster af þeim sem ég hef lesið (eða hlustað á).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home