Argóarflísin eftir Sjón
Fyrirfram hefði ég haldið að það hefði orðið svolítið erfitt fyrir Sjón að fylgja eftir Skugga-Baldri og Norðurlandameistaratitlinum í Bókmenntum með sögu sem hefur ákveðna utanaðkomandi forskrift og er liður í alþjóðlegum sagnabálki þar sem goðsögur eru þemað. En Sjón fer létt með þetta allt saman.
Argóarflísin heitir bókin nýja og gerist á farmskipi sem Valdimar Haraldsson býðst far með á vordögum ársins 1949 (ef ég man þetta rétt). Valdimar þessi er íslenskur karlskröggur sem búið hefur í Kaupmannahöfn mestalla sína tíð. Þar hefur hann einkum sinnt því hugðarefni sínu að tengja yfirburði hins norræna kynstofns miklu fiskáti. Sjón tekst meistaralega að draga upp mynd af þessari einkar ósympatísku karluglu sem tuðar út í eitt um þessa sérviturslegu lífsskoðun sína og hefur lítið álit á fólki sem tekur ekki heils hugar undir málstað hans eða hlustar af óskiptri athygli.
Anstæða Valdimars um borð er Keneifur, annar stýrimaður skipsins. Hann er sögumaður hinn besti og lumar á ótrúlegum sögum úr sjómannstíð sinni og einkum þeim sem tengjast ferðum hans með Jasoni á töfraskipinu Argó. Þarna kemur að sjálfsögðu goðsagan inn í frásögnina og er hún lipurlega fléttuð inn í framvindu sögunnar.
Allur þessi kokteill Sjóns; goðsagan, norrænn nasjónalismi og kotungsháttur, lýsing á aldarfari um miðja síðustu öld og vísanir í kitsch-bókmenntir um sjóara-dáðadrengi-og-drabbsama-eins-og-gengur gengur frábærlega upp. Sjón notast þannig við klassískustu verk bókmenntasögurnar, Hómer og Óvidíus og fleiri, en einnig sjóarasögur Hrafns Valdimarssonar (Ég sigli minn sjó og Ennþá sigli ég sjóinn - algjör klassík!) þar sem sjómennsku er líst upp á gamla mátann: kærustur í hverri höfn og slagsmál við heimamenn (þar sem söguhetjan er alltaf ein á móti átta fílefldum en lemur samt alla í spað).
Útkoman er stórgóð nóvella sem mér finnst jafnvel skáka Skugga-Baldri.
Argóarflísin heitir bókin nýja og gerist á farmskipi sem Valdimar Haraldsson býðst far með á vordögum ársins 1949 (ef ég man þetta rétt). Valdimar þessi er íslenskur karlskröggur sem búið hefur í Kaupmannahöfn mestalla sína tíð. Þar hefur hann einkum sinnt því hugðarefni sínu að tengja yfirburði hins norræna kynstofns miklu fiskáti. Sjón tekst meistaralega að draga upp mynd af þessari einkar ósympatísku karluglu sem tuðar út í eitt um þessa sérviturslegu lífsskoðun sína og hefur lítið álit á fólki sem tekur ekki heils hugar undir málstað hans eða hlustar af óskiptri athygli.
Anstæða Valdimars um borð er Keneifur, annar stýrimaður skipsins. Hann er sögumaður hinn besti og lumar á ótrúlegum sögum úr sjómannstíð sinni og einkum þeim sem tengjast ferðum hans með Jasoni á töfraskipinu Argó. Þarna kemur að sjálfsögðu goðsagan inn í frásögnina og er hún lipurlega fléttuð inn í framvindu sögunnar.
Allur þessi kokteill Sjóns; goðsagan, norrænn nasjónalismi og kotungsháttur, lýsing á aldarfari um miðja síðustu öld og vísanir í kitsch-bókmenntir um sjóara-dáðadrengi-og-drabbsama-eins-og-gengur gengur frábærlega upp. Sjón notast þannig við klassískustu verk bókmenntasögurnar, Hómer og Óvidíus og fleiri, en einnig sjóarasögur Hrafns Valdimarssonar (Ég sigli minn sjó og Ennþá sigli ég sjóinn - algjör klassík!) þar sem sjómennsku er líst upp á gamla mátann: kærustur í hverri höfn og slagsmál við heimamenn (þar sem söguhetjan er alltaf ein á móti átta fílefldum en lemur samt alla í spað).
Útkoman er stórgóð nóvella sem mér finnst jafnvel skáka Skugga-Baldri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home