Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason
Það skal viðurkennast hér og nú að ég hef lengst af staðið á hliðarlínunni eða sveiflast á milli staðfastra sjónarmiða andstæðra fylkinga í málefnum virkjana á Austurlandi. Heldur þó verið á bandi umhverfissinna en þó verður að segjast að maður hefur ekki verið alls ósnortinn af málstað Austfirðinga sem vilja fá atvinnu og búsetugrundvöll heim í hérað. Þá vil ég meina að sú rómantíska þjóðernisremba mótmælenda virkjananna hafi framkallað hjá mér þá ógleði og allir leikrænu ljóðalestrarnir og gjörningarnir þann aulahroll að ég hef ekki fundið hjá mér jafnsterka hvöt til að tilheyra þeim hópi og ella hefði kannski verið. Ég man einmitt eftir að hafa fylgt fólki í blindni á einn slíkan mótmælendafund í Borgarleikhúsið hér um árið og tuldraði þá fyrir sjálfum mér: af hverju getur ekkert af þessu liði mótmælt virkjuninni með rökum í stað gjörninga og þjóðrembulegs fjallkonubulls?
Nú eru rökin hins vegar komin fram og efasemdum mínum hefur verið varpað út í buskann. Ég er búinn að taka skýlausa afstöðu. Ég er á móti! Ástæðan: lestur á Draumalandi Andra Snæs Magnasonar.
Það þarf nú kannski ekki að tíunda mikið innihald bókar Andra Snæs eða þann málstað sem bókin stendur fyrir. Hann hefur oftlega verið kynntur fyrir Íslendingum í fjölmiðlum, á fjöldamörgum fyrirlestrum sem Andri Snær hefur haldið í kjölfar útkomunnar og svo eru auðvitað 6000 manns búin að kaupa bókina þegar að ég vissi síðast og þá kannski 10-15.000 búin að lesa ef maður gerist nú svolítið djarfur og ímyndar sér að fleiri en einn lesi hvert keypt eintak. Og fyrir þá sem ekki vita um hvað bókin er þá segi ég: Lesið hana bara!
Með Draumalandinu opinberar Andri Snær á snilldarlegan hátt þá fádæma vitleysu sem íslenskur áliðnaður er. Áliðnaðurinn rústar landinu á einstaklega gróteskan hátt og setur efnahagslífið á hvolf en skapar samt nánast enga vinnu (ég þarf því ekki lengur að burðast með þau mótrök fyrir hönd Austfirðinga) í hlutfalli við það. Hefur í það minnsta engin áhrif á atvinnuástandið í heild. Hana er ekki hægt að réttlæta með því göfuga verkefni að Ísland sé að leggja fram lífsnauðsynlegar byrgðar af áli fyrir heimsbyggðina vegna þess að þegar er alla þörf heimsins fyrir ál að finna ónýtta á ruslahaugum víðs vegar um veröldina. Endurvinnsla á málminum væri því nærri lagi.
Eftir stendur því algjörlega ástæðulaus og óafturkræf eyðilegging á landinu. Hún skapar engin störf svo um muni, hún snýr ekki við byggðaþróun og hún sér heimsbyggðinni ekki fyrir lífsnauðsynlegum álbyrgðum. Eftir stendur því það hugtak sem stundum er notað yfir ástæðulausa eyðileggingu; nefnilega vandalismi.
Andri Snær hefur undirbyggt málflutning sinn með traustum stoðum. Hann er vel var við þá gagnrýni virkjanasinna að benda á úrræðaleysi andstæðinganna þegar að þeir segja ,,eitthvað annað bara" þegar þeir eru spurðir hvað eigi þá að finna fyrir fólkið að gera. Andri Snær sýnir nefnilega auðveldlega fram á að virkjanavandalisminn er nefnilega í rauninni hið eina og sanna ,,eitthvað annað" sem stjórnvöld hafa gripið til í skammsýni sinni og tröllslegri fortíðarsýn í stað þess að virkja fólk til mennta, frumkvöðlastarfs og framkvæmdahyggju.
Nú er það svo að dæmin um stórgróða af íslensku hugviti eru ekki bara úr lausu lofti gripin. Allir þekkja hina svokölluðu íslensku útrás fjármálafólks sem framsóknarmenn allra flokka hefðu sjálfsagt blásið af áður en hún gerðist sem skýjaborgir sem ekkert ættu skylt við íslenskan raunveruleika. Þrátt fyrir að við séum í fremsta flokki yfir þjóðir í velsæld, tæknivæðingu og öðru því sem gott telst þá er framsóknareðlið enn ríkt í íslenskum stjórnmálamönnum: þessi durgslega og heimóttarlega sýn á eigin getu sem byggist á þeirri fáránlegu minnimáttarkennd að ein menntaðasta og framþróaðasta þjóð heimsins geti ein - og ólíkt öðrum þjóðum á svipuðum stalli - bara alls ekki byggt velsæld sína á menntun sinni og hugviti.
Þess í stað sé nauðsynlegt að fara sömu leiðir og vanþróuðustu þjóðir heims sem enn eiga almennilega eftir að iðnvæðast og fara að stunda þungaiðnað með ódýru vinnuafli! Árið 2006! Hjá menntaðri og vel stæðri þjóð!
Andir Snær murkar svoleiðis lífið úr rökum virkjanasinna að líkist helst rothöggi í fyrstu lotu í boxbardaga. Virkjanasinnar eru skildir eftir orðlausir, rökin er sölluð niður. Enda hefur þögn bæði stjórnvalda, Landsvirkjunar og virkjanasinna í kjölfar útkomu bókarinnar verið æpandi og manni dettur helst í hug að þeim hafi dottið í hug það sem í raun kannski er best fyrir þá að gera í stöðunni: Þegja bókina einfaldlega í hel og vona að hún týnist í umræðunni.
En Draumalandið mun ekki týnast. Það hefur þegar unnið sitt góða og þarfa verk. Það hefur snúið villuráfandi sauðum eins og mér til staðfastrar sannfæringar eftir afvegaleiðingu þjóðrembumótmælanna, ofleiknu gjörninganna og tilgerðarlegu ljóðaupplestranna.
Draumalandið er bók sem manni ber hreinlega þjóðfélagsleg skylda til þess að setja ekki upp í hillu að loknum lestri heldur á maður að láta hana ganga í trúboði gegn framóknarmennskunni afturhaldssömu þangað til að allir eru búnir að lesa.
Andri Snær á skilið sín Nóbelsverðlaun í bókmenntum, hagfræði, stærðfræði og öllu hinu líka fyrir þessa lífsnauðsynlegu sjálfshjálparbók fyrir hræddu þjóðina.
Skyldulesning!
Nú eru rökin hins vegar komin fram og efasemdum mínum hefur verið varpað út í buskann. Ég er búinn að taka skýlausa afstöðu. Ég er á móti! Ástæðan: lestur á Draumalandi Andra Snæs Magnasonar.
Það þarf nú kannski ekki að tíunda mikið innihald bókar Andra Snæs eða þann málstað sem bókin stendur fyrir. Hann hefur oftlega verið kynntur fyrir Íslendingum í fjölmiðlum, á fjöldamörgum fyrirlestrum sem Andri Snær hefur haldið í kjölfar útkomunnar og svo eru auðvitað 6000 manns búin að kaupa bókina þegar að ég vissi síðast og þá kannski 10-15.000 búin að lesa ef maður gerist nú svolítið djarfur og ímyndar sér að fleiri en einn lesi hvert keypt eintak. Og fyrir þá sem ekki vita um hvað bókin er þá segi ég: Lesið hana bara!
Með Draumalandinu opinberar Andri Snær á snilldarlegan hátt þá fádæma vitleysu sem íslenskur áliðnaður er. Áliðnaðurinn rústar landinu á einstaklega gróteskan hátt og setur efnahagslífið á hvolf en skapar samt nánast enga vinnu (ég þarf því ekki lengur að burðast með þau mótrök fyrir hönd Austfirðinga) í hlutfalli við það. Hefur í það minnsta engin áhrif á atvinnuástandið í heild. Hana er ekki hægt að réttlæta með því göfuga verkefni að Ísland sé að leggja fram lífsnauðsynlegar byrgðar af áli fyrir heimsbyggðina vegna þess að þegar er alla þörf heimsins fyrir ál að finna ónýtta á ruslahaugum víðs vegar um veröldina. Endurvinnsla á málminum væri því nærri lagi.
Eftir stendur því algjörlega ástæðulaus og óafturkræf eyðilegging á landinu. Hún skapar engin störf svo um muni, hún snýr ekki við byggðaþróun og hún sér heimsbyggðinni ekki fyrir lífsnauðsynlegum álbyrgðum. Eftir stendur því það hugtak sem stundum er notað yfir ástæðulausa eyðileggingu; nefnilega vandalismi.
Andri Snær hefur undirbyggt málflutning sinn með traustum stoðum. Hann er vel var við þá gagnrýni virkjanasinna að benda á úrræðaleysi andstæðinganna þegar að þeir segja ,,eitthvað annað bara" þegar þeir eru spurðir hvað eigi þá að finna fyrir fólkið að gera. Andri Snær sýnir nefnilega auðveldlega fram á að virkjanavandalisminn er nefnilega í rauninni hið eina og sanna ,,eitthvað annað" sem stjórnvöld hafa gripið til í skammsýni sinni og tröllslegri fortíðarsýn í stað þess að virkja fólk til mennta, frumkvöðlastarfs og framkvæmdahyggju.
Nú er það svo að dæmin um stórgróða af íslensku hugviti eru ekki bara úr lausu lofti gripin. Allir þekkja hina svokölluðu íslensku útrás fjármálafólks sem framsóknarmenn allra flokka hefðu sjálfsagt blásið af áður en hún gerðist sem skýjaborgir sem ekkert ættu skylt við íslenskan raunveruleika. Þrátt fyrir að við séum í fremsta flokki yfir þjóðir í velsæld, tæknivæðingu og öðru því sem gott telst þá er framsóknareðlið enn ríkt í íslenskum stjórnmálamönnum: þessi durgslega og heimóttarlega sýn á eigin getu sem byggist á þeirri fáránlegu minnimáttarkennd að ein menntaðasta og framþróaðasta þjóð heimsins geti ein - og ólíkt öðrum þjóðum á svipuðum stalli - bara alls ekki byggt velsæld sína á menntun sinni og hugviti.
Þess í stað sé nauðsynlegt að fara sömu leiðir og vanþróuðustu þjóðir heims sem enn eiga almennilega eftir að iðnvæðast og fara að stunda þungaiðnað með ódýru vinnuafli! Árið 2006! Hjá menntaðri og vel stæðri þjóð!
Andir Snær murkar svoleiðis lífið úr rökum virkjanasinna að líkist helst rothöggi í fyrstu lotu í boxbardaga. Virkjanasinnar eru skildir eftir orðlausir, rökin er sölluð niður. Enda hefur þögn bæði stjórnvalda, Landsvirkjunar og virkjanasinna í kjölfar útkomu bókarinnar verið æpandi og manni dettur helst í hug að þeim hafi dottið í hug það sem í raun kannski er best fyrir þá að gera í stöðunni: Þegja bókina einfaldlega í hel og vona að hún týnist í umræðunni.
En Draumalandið mun ekki týnast. Það hefur þegar unnið sitt góða og þarfa verk. Það hefur snúið villuráfandi sauðum eins og mér til staðfastrar sannfæringar eftir afvegaleiðingu þjóðrembumótmælanna, ofleiknu gjörninganna og tilgerðarlegu ljóðaupplestranna.
Draumalandið er bók sem manni ber hreinlega þjóðfélagsleg skylda til þess að setja ekki upp í hillu að loknum lestri heldur á maður að láta hana ganga í trúboði gegn framóknarmennskunni afturhaldssömu þangað til að allir eru búnir að lesa.
Andri Snær á skilið sín Nóbelsverðlaun í bókmenntum, hagfræði, stærðfræði og öllu hinu líka fyrir þessa lífsnauðsynlegu sjálfshjálparbók fyrir hræddu þjóðina.
Skyldulesning!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home