Bókabloggið er flutt

Sjá: bokabloggid.wordpress.com

5.5.06

Italien eftir Tomas Lappalainen

Viðeigandi að renna í gegnum eina bók um Ítalíu meðan á Ítalíudvöl stendur. Ég kippti með mér bók eftir Svíann Tomas Lappalainen og reyndist hún vera hin fróðlegasta og ánægjulegasta lesning. Bókin er ekki ferðabók heldur beinir hún sjónum sínum að ítölsku þjóðfélagi og rótum þess.

Það sem mest kom á óvart við lestur þessarar bókar er hversu ítalska þjóðin er í raun veik eining og nýtilkomin. Lappalainen segir til dæmis frá því að það hafi ekki verið fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar sem að meirihluti Ítala töluðu ítölsku. Þjóðin er nýleg og tilbúin heild sem samanstendur af fólki sem frekar virðist líta á sig sem fulltrúa sinna héraða og landshluta en þjóðar sinnar. Það eru auðvitað ekki nema 150 ár síðan að Ítalía var búin til þannig að ekkert af þessu ætti svo sem að koma á óvart - þó að það geri það nú samt.

Margt fleira var forvitnilegt og skemmtilegt í þessari bók. Mæli með henni fyrir Ítalíufara sem vilja fræðast ögn um gestgjafa sína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home