Bókabloggið er flutt

Sjá: bokabloggid.wordpress.com

5.7.06

Brott och straff eftir Fjodor Dostojevskíj

Það fór aldrei svo að maður renndi sér ekki í gegnum eins og eitt stykki af verkum Dostojevskíjs. Hljóðbók var það að vísu en heilir 22 diskar voru það og í þessum líka fantafína sænska lestri. Það skiptir nefnilega miklu máli að upplesturinn sé góður, þannig er það ekki alltaf en þannig var það svo sannarlega núna.

Ég ætla að hlífa fólki við langlokum um bókmenntafræðilegar vangaveltur Glæps og refsingar en læt hér bara nægja að segja að ekki er nú nein tilviljun að sagan um Raskolníkov og aðrar litríka karaktera Pétursborgar 19. aldar er klassík. Bæði frábært verk og skemmtilegt.

Og svo sem ekki orð um það meir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home