When we were Orphans eftir Kazuo Ishiguro
Það eru auðvitað bölvaðir fordómar og alhæfingar af minni hálfu sem valda því að mér finnst að nafn Kazuo Ishiguro ætti að vera tengt hinni nýju bylgju enskra bókmennta þar sem tónn innflytjenda og afkomenda þeirra í bresku samfélagi er áberandi. Það kemur nefnilega mjög snemma í ljós við hlustun á skáldsögu hans When we were Orphans að varla er hægt að hugsa sér ,,breskari" sögu. Það kemur svo sem líka heim og saman við hina erkibresku Remains of the Day þar sem viðfangsefnið er eins breskt og það gæti nokkurn tíma orðið.
Í þessari bók er söguhetjan afkomandi Breta sem halda úti óformlegu nýlenduveldi í Sjanghæ í Kína með heljartökum sínum á Kínverjum í gegnum verslun með ópíum. Við fáum þó einkum að kynnast söguhetjunnar þegar að hún er komin á fullorðinsár, komin til Englands en búin að sjá á eftir báðum foreldrum sínum eftir að þeir hurfu sporlaust í Kína meðan að hún var enn þá barn. Söguhetjan, einkaspæjarinn Christopher Banks, ákveður að halda aftur austur eftir til þess að leita foreldra sinna en verður að gjalda fyrir barnslega heimssýn sína og rekst á fleiri veggi en hann hafði leyft sér að gera sér í hugarlund að kynnu að leynast á veginum.
Bókinni vex mjög ásmegin eftir því sem líður á. Hún byrjar hægt og fremur stirðlega (næstum leiðinlega, svei mér þá) en síðan fara hjólin að snúast og úr verður fyrirtaks skáldsaga. Helsti kostur bókarinnar er hversu meistaralega Ishiguro tekst að fanga þennan ótrúlega breska heimsveldishroka sem skín úr hugarfari og hegðan allra þeirra Breta, að aðalpersónunni meðtalinni, sem við sögu koma. Auðvelt hefði verið að detta ofan í þann pytt að pússa hornin af þessum einstaklega ógeðfelldu bresku eiginleikum þessa tíma til þess að gera sögupersónurnar, sérstaklega þá kannski aðalpersónuna, sympatískari í augum lesenda en það gerir Ishiguro sem betur fer ekki. Persónulýsingar ríma því vel við það sem maður getur, kannski á hæpnum forsendum þó, haldið fram að séu raunsannar lýsingar á hrokafullum breskum leiðindapúkum á 4. áratug síðustu aldar (sem er mestan part sögutími bókarinnar).
Í heildina bara nokkuð gott allt saman, sem sagt.
Í þessari bók er söguhetjan afkomandi Breta sem halda úti óformlegu nýlenduveldi í Sjanghæ í Kína með heljartökum sínum á Kínverjum í gegnum verslun með ópíum. Við fáum þó einkum að kynnast söguhetjunnar þegar að hún er komin á fullorðinsár, komin til Englands en búin að sjá á eftir báðum foreldrum sínum eftir að þeir hurfu sporlaust í Kína meðan að hún var enn þá barn. Söguhetjan, einkaspæjarinn Christopher Banks, ákveður að halda aftur austur eftir til þess að leita foreldra sinna en verður að gjalda fyrir barnslega heimssýn sína og rekst á fleiri veggi en hann hafði leyft sér að gera sér í hugarlund að kynnu að leynast á veginum.
Bókinni vex mjög ásmegin eftir því sem líður á. Hún byrjar hægt og fremur stirðlega (næstum leiðinlega, svei mér þá) en síðan fara hjólin að snúast og úr verður fyrirtaks skáldsaga. Helsti kostur bókarinnar er hversu meistaralega Ishiguro tekst að fanga þennan ótrúlega breska heimsveldishroka sem skín úr hugarfari og hegðan allra þeirra Breta, að aðalpersónunni meðtalinni, sem við sögu koma. Auðvelt hefði verið að detta ofan í þann pytt að pússa hornin af þessum einstaklega ógeðfelldu bresku eiginleikum þessa tíma til þess að gera sögupersónurnar, sérstaklega þá kannski aðalpersónuna, sympatískari í augum lesenda en það gerir Ishiguro sem betur fer ekki. Persónulýsingar ríma því vel við það sem maður getur, kannski á hæpnum forsendum þó, haldið fram að séu raunsannar lýsingar á hrokafullum breskum leiðindapúkum á 4. áratug síðustu aldar (sem er mestan part sögutími bókarinnar).
Í heildina bara nokkuð gott allt saman, sem sagt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home