Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson
Það er nú alveg nauðsynlegt fyrir merkikerti með upprennandi mastersgráðu að geta svarað með spekingslegu já-i þegar maður er spurðu hvort maður hafi ekki lesið Gyrði. Svo segir maður ekki meir, t.d. ekki það að maður hafi bara lesið eina bók eftir hann - og hana mjög stutta.
Ég er sem sagt búinn með nóvelluna Gangandi íkorna eftir Gyrði sem kom út 1987. Fer vel á því að byrja á henni þar sem hún er fyrsta skáldsaga hans. Þetta er ákaflega vel skrifuð bók, það hríslaðist um mig sama sælutilfinning yfir stílfegurðinni og orðkynnginni og þegar ég las (eða hlustaði á öllu heldur) Veröld sem var í fyrra.
Bókin skiptist í tvo hluta; fyrst fylgjumst við með drengnum Sigmari sem er í sveit hjá eldri hjónum í afdölum en fyrr en varir færist leikurinn yfir í fantasíuheima íkorna og annarra dýra í umhverfi þar sem ógnin er undirliggjandi.
Þessi fyrsta bók mín eftir Gyrði lofaði góðu og kannski maður grípi bara fljótlega í framhaldssöguna (Næturluktina) um þá Sigmar og íkornann, aðalpersónur í sitt hvorum heiminum.
Ég er sem sagt búinn með nóvelluna Gangandi íkorna eftir Gyrði sem kom út 1987. Fer vel á því að byrja á henni þar sem hún er fyrsta skáldsaga hans. Þetta er ákaflega vel skrifuð bók, það hríslaðist um mig sama sælutilfinning yfir stílfegurðinni og orðkynnginni og þegar ég las (eða hlustaði á öllu heldur) Veröld sem var í fyrra.
Bókin skiptist í tvo hluta; fyrst fylgjumst við með drengnum Sigmari sem er í sveit hjá eldri hjónum í afdölum en fyrr en varir færist leikurinn yfir í fantasíuheima íkorna og annarra dýra í umhverfi þar sem ógnin er undirliggjandi.
Þessi fyrsta bók mín eftir Gyrði lofaði góðu og kannski maður grípi bara fljótlega í framhaldssöguna (Næturluktina) um þá Sigmar og íkornann, aðalpersónur í sitt hvorum heiminum.