Shah of Shahs eftir Ryszard Kapuściński
Bandaríkjamenn mega eiga margt ljótt á sinni samvisku varðandi stallbræður út um allan heim sem pína og troða á borgurum sínum með dyggum stuðningi eða í það minnsta þegjandi samþykki stórveldisins í vestri. Hrottar á borð við Pinochet koma fljótlega upp í hugann á listanum yfir þá verstu en við hlið hans á hann svo sannarlega skilið að sitja keisarinn í Íran, Reza Pahlavi sem Bandaríkjamenn gerðu einráðan í Íran í einu ósvífnasta valdaráni sem Bandaríkin skipulögðu á bak við tjöldin í Kalda stríðinu - af þó ansi mörgum viðbjóðslegum.
Þrátt fyrir að ógnarstjórn keisarans Reza Pahlavi hafi ekki verið hótinu skárri en til dæmis áðurnefnd ógnarstjórn félaga Pinochets þá náðu keisarinn og verndarar hans í hinum vestræna heimi á einhvern hátt að draga upp þá mynd af stjórnarfari keisaraveldisins að þar væri allt í blóma og enn þann dag í dag heyrir maður jafnvel jafnvel virtasta fólk bera saman keisaratímann í Íran og klerkaveldið sem síðan tók við sem helberar andstæður þar sem að stókostlegum framförum og frjálsræði var kastað á glæ. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum. Hið sanna er að keisaraveldið og klerkaveldið er sama vínið á ólíkum belgjum.
Bók Ryszard Kapuścińskis, Shah of Shahs, lýsir á einstaklega næman og skilningsríkan hátt þeim tíma og þeim anda sem ríkir á síðustu árum keisaraveldisins sem virðist standa eins og óhagganlegt virki en smám saman læðist inn í atburðarrásina uppreisnarandi meðal fólksins þangað til að er engu líkara en að einn dag uppgötvi stjórnin að virkið óhagganlega er sundurétið og í næstu andrá hrynur allt til grunna eins og spilaborg.
Við tekur skammvinn gleði meðal alþýðu þjóðarinnar sem loksins er laus undan ógnarstjórn með alltumlykjandi öryggislögreglu (með tilheyrandi reglubundum tilviljanakenndum handtökum og móðursjúkum, tilhæfulausum ásökunum að ógleymdum hroðalegum pyndingum) og glórulausri spillingu. Þeir sem héldu sig vera að berjast fyrir réttlátu samfélagi með því að leggja líf sitt og limi að veði í baráttunni gegn keisarastjórninni fá brátt yfir sig klerkastjórn, engu skárri, sem ekki síður stundar ofsóknir gegn almennum borgurum og aftekur allt sem heitir lýðræði eða jafnrétti borgaranna.
Shah of Shahs er einstaklega góð lýsing á vonlausri baráttu vongóðs fólks við öxulveldi illskunnar: harðstjórann innanlands og verndara hans í vestri. Það versta er bara að sagan gæti eins átt sér stað í dag. Til dæmis hinum megin við landamærin...
Þrátt fyrir að ógnarstjórn keisarans Reza Pahlavi hafi ekki verið hótinu skárri en til dæmis áðurnefnd ógnarstjórn félaga Pinochets þá náðu keisarinn og verndarar hans í hinum vestræna heimi á einhvern hátt að draga upp þá mynd af stjórnarfari keisaraveldisins að þar væri allt í blóma og enn þann dag í dag heyrir maður jafnvel jafnvel virtasta fólk bera saman keisaratímann í Íran og klerkaveldið sem síðan tók við sem helberar andstæður þar sem að stókostlegum framförum og frjálsræði var kastað á glæ. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum. Hið sanna er að keisaraveldið og klerkaveldið er sama vínið á ólíkum belgjum.
Bók Ryszard Kapuścińskis, Shah of Shahs, lýsir á einstaklega næman og skilningsríkan hátt þeim tíma og þeim anda sem ríkir á síðustu árum keisaraveldisins sem virðist standa eins og óhagganlegt virki en smám saman læðist inn í atburðarrásina uppreisnarandi meðal fólksins þangað til að er engu líkara en að einn dag uppgötvi stjórnin að virkið óhagganlega er sundurétið og í næstu andrá hrynur allt til grunna eins og spilaborg.
Við tekur skammvinn gleði meðal alþýðu þjóðarinnar sem loksins er laus undan ógnarstjórn með alltumlykjandi öryggislögreglu (með tilheyrandi reglubundum tilviljanakenndum handtökum og móðursjúkum, tilhæfulausum ásökunum að ógleymdum hroðalegum pyndingum) og glórulausri spillingu. Þeir sem héldu sig vera að berjast fyrir réttlátu samfélagi með því að leggja líf sitt og limi að veði í baráttunni gegn keisarastjórninni fá brátt yfir sig klerkastjórn, engu skárri, sem ekki síður stundar ofsóknir gegn almennum borgurum og aftekur allt sem heitir lýðræði eða jafnrétti borgaranna.
Shah of Shahs er einstaklega góð lýsing á vonlausri baráttu vongóðs fólks við öxulveldi illskunnar: harðstjórann innanlands og verndara hans í vestri. Það versta er bara að sagan gæti eins átt sér stað í dag. Til dæmis hinum megin við landamærin...