Another Day of Life eftir Ryszard Kapuściński
Um Ryszard Kapuściński má kannski segja að hann sé maðurinn sem mætir á staðinn þegar allir aðrir flýja. Þetta á til að mynda vel við í tilviki borgarastríðsins í Angóla árið 1975 en um það fjallar ein frægasta bók Kapuścińskis Another Day of Life (sem kannski mætti þýða Enn einn dagur lífs).
Þegar Kapuściński nauðaði í portúgölskum flugmönnum í Lissabon um að fá að fljóta með í einni af síðustu ferðunum sem farnar voru til að ná í evrópskt-ættað fyrirfólk í Angóla var landið að losna úr aldalöngu helsi Portúgala. Í mörghundruð ár höfðu Portúgalar stýrt landinu með sérlega harðri hendi, farið langt með að hreinsa það af innfæddum í þrælasölu til Suður- og Mið-Ameríku og pískað svo áfram þeim sem eftir voru. Til að bæta gráu ofan á svart hafði Angóla verið eins konar ,,Djöflaeyja" í portúgalska heimsveldinu; þangað voru verstu glæpamenn og aðrir sístu synir herraþjóðarinnar sendir sem gerði það að verkum að hin ráðandi stétt í landinu hafði í röðum sínum ógnvænlega hátt hlutfall af óhæfum hrottum.
Þegar herforingjastjórnin í Portúgal féll 1974 og lýðræðisleg stjórnvöld tóku við var loks komið að langþráðu sjálfstæði Angóla undan portúgalskri stjórn. Því miður átti Angóla það hins vegar sameiginlegt með ýmsum öðrum nýfrjálsum ríkjum álfunnar að í kjölfar loforða um sjálfstæði fylgdu átök milli afla innanlands um hver ætti að taka við. Í Angóla voru það einkum sameiginleg öfl FNLA og UNITA sem studd voru af Vesturveldunum og Suður-Afríku sem börðust í blóðugu stríði við MPLA-hreyfinguna sem naut stuðnings Sovétblokkarinnar og Kúbu. Einu sinni sem oftar voru það sem sagt stórveldi Kalda stríðsins sem stóðu baksviðs í borgarastyrjöld í nýfrjálsu ríki þriðja heimsins í endalausum hrókeringum sínum um lykilstöðu í taflinu um tangarhaldið á veröldinni gervallri.
Eins og svo oft áður hættir Kapuściński lífi og limum til þess að fara þangað sem enginn kollegi hans þorir til þess að fá sem raunhæfasta mynd af atburðum í stríði þar sem slík ringulreið ríkir að liðsmenn hvorrar fylkingar fyrir sig vita stundum vart með hvorri þeirra þeim er ætlað að berjast. Við þennan manngerða hrylling allan bætast síðan við náttúrufar óvinveitt Evrópubúanum; miklir hitar og þurrkar og dimm frumskógabelti. Þá gerir stríðið það að verkum að matar- og vatnslaust verður dögum saman þegar að heilu héruðin eru í herkví stríðandi afla.
Stríðsfréttaritarinn Kapuściński er í essinu sínu í þessari bók. Maður verður vel áskynja þessarar gríðarlegu ástríðu stríðsfréttaritarans að fórna jafnvel eigin lífi til þess að miðla til umheimsins voðalegustu aðstæðum hins manngerða harmleiks sem stríð eru. Þörfin til þess að miðla skelfingunni þannig að hún deyi ekki bara og gleymist með þeim sem fyrir henni verður kemur vel fram hjá Kapuściński. Símritinn verður eins konar mark að lokinni langri og erfiðri þraut - allt streðið og allur lífsháskinn öðlast sinn tilgang þegar að skeyti hefur verið sent fréttastofum úti í hinum friðsæla heimi þar sem sagan er sögð.
Fyrir okkur sem ekki einu sinni vorum fædd þegar að versta óöldin gekk yfir Angóla er síðan einkar gagnlegur kafli í lok bókarinnar þar sem farið er í stuttu máli yfir sögu lands og þjóðar og aðdraganda þess sem varð og síðar fylgdi á eftir þeim hörmungum sem bókin lýsir. Því miður verður ekki sagt að sá lestur geri mann sérstaklega vongóðan þar sem margar þjóðir Suðursins virðast enn pikkfastar í sama hjólfari og þá var - í stjórnlausu stríði allra á móti öllum.
Þegar Kapuściński nauðaði í portúgölskum flugmönnum í Lissabon um að fá að fljóta með í einni af síðustu ferðunum sem farnar voru til að ná í evrópskt-ættað fyrirfólk í Angóla var landið að losna úr aldalöngu helsi Portúgala. Í mörghundruð ár höfðu Portúgalar stýrt landinu með sérlega harðri hendi, farið langt með að hreinsa það af innfæddum í þrælasölu til Suður- og Mið-Ameríku og pískað svo áfram þeim sem eftir voru. Til að bæta gráu ofan á svart hafði Angóla verið eins konar ,,Djöflaeyja" í portúgalska heimsveldinu; þangað voru verstu glæpamenn og aðrir sístu synir herraþjóðarinnar sendir sem gerði það að verkum að hin ráðandi stétt í landinu hafði í röðum sínum ógnvænlega hátt hlutfall af óhæfum hrottum.
Þegar herforingjastjórnin í Portúgal féll 1974 og lýðræðisleg stjórnvöld tóku við var loks komið að langþráðu sjálfstæði Angóla undan portúgalskri stjórn. Því miður átti Angóla það hins vegar sameiginlegt með ýmsum öðrum nýfrjálsum ríkjum álfunnar að í kjölfar loforða um sjálfstæði fylgdu átök milli afla innanlands um hver ætti að taka við. Í Angóla voru það einkum sameiginleg öfl FNLA og UNITA sem studd voru af Vesturveldunum og Suður-Afríku sem börðust í blóðugu stríði við MPLA-hreyfinguna sem naut stuðnings Sovétblokkarinnar og Kúbu. Einu sinni sem oftar voru það sem sagt stórveldi Kalda stríðsins sem stóðu baksviðs í borgarastyrjöld í nýfrjálsu ríki þriðja heimsins í endalausum hrókeringum sínum um lykilstöðu í taflinu um tangarhaldið á veröldinni gervallri.
Eins og svo oft áður hættir Kapuściński lífi og limum til þess að fara þangað sem enginn kollegi hans þorir til þess að fá sem raunhæfasta mynd af atburðum í stríði þar sem slík ringulreið ríkir að liðsmenn hvorrar fylkingar fyrir sig vita stundum vart með hvorri þeirra þeim er ætlað að berjast. Við þennan manngerða hrylling allan bætast síðan við náttúrufar óvinveitt Evrópubúanum; miklir hitar og þurrkar og dimm frumskógabelti. Þá gerir stríðið það að verkum að matar- og vatnslaust verður dögum saman þegar að heilu héruðin eru í herkví stríðandi afla.
Stríðsfréttaritarinn Kapuściński er í essinu sínu í þessari bók. Maður verður vel áskynja þessarar gríðarlegu ástríðu stríðsfréttaritarans að fórna jafnvel eigin lífi til þess að miðla til umheimsins voðalegustu aðstæðum hins manngerða harmleiks sem stríð eru. Þörfin til þess að miðla skelfingunni þannig að hún deyi ekki bara og gleymist með þeim sem fyrir henni verður kemur vel fram hjá Kapuściński. Símritinn verður eins konar mark að lokinni langri og erfiðri þraut - allt streðið og allur lífsháskinn öðlast sinn tilgang þegar að skeyti hefur verið sent fréttastofum úti í hinum friðsæla heimi þar sem sagan er sögð.
Fyrir okkur sem ekki einu sinni vorum fædd þegar að versta óöldin gekk yfir Angóla er síðan einkar gagnlegur kafli í lok bókarinnar þar sem farið er í stuttu máli yfir sögu lands og þjóðar og aðdraganda þess sem varð og síðar fylgdi á eftir þeim hörmungum sem bókin lýsir. Því miður verður ekki sagt að sá lestur geri mann sérstaklega vongóðan þar sem margar þjóðir Suðursins virðast enn pikkfastar í sama hjólfari og þá var - í stjórnlausu stríði allra á móti öllum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home