Pyramiden eftir Henning Mankell
Kláraði enn eina Mankell-bókina um Wallander í gær. Áður hef ég lýst því fjálglega hversu hundleiður ég er orðinn á Mankell og hans flötu og eintóna frásögnum um Kurt Wallander og félaga hans í Ystad-lögreglunni sérstaklega þegar að maður gæti verið að lesa eitthvað litríkara og betra í staðinn. En nú hef ég fundið hina fullkomnu aðferð til þess að lesa Wallander-bók. Hún er að lesa ekki neitt - en hlusta bara.
Ég tók mér sem sagt fjórtán diska hljóðbók með Wallander-bókinni Pyramiden í upplestri sjálfs Rolfs Lassgårds sem tengist Wallander einstaklega sterkum böndum enda hefur hann farið með hlutverk hans í fjölda sjónvarps- og bíómynda sem gerðar hafa verið eftir bókunum. Og þetta hef ég síðan hlýtt á að undanförnu í fínu þráðlausu heyrnartólunum mínum meðan að ég bý til mat og vaska síðan upp eftir hann. Í leiðinni hef ég uppgötvað að þetta er hin fullkomna tvenna. Glæpasögur eru nefnilega oftar en ekki auðmeltari en ýmislegt annað og krefjast þess vegna ekki endilega hundrað prósent einbeitingar og svo er þetta líka afþreying og hún er ákaflega vel þegin til þess að leiða hugann frá pastasoðningum og diskaskrúbbi.
Pyramiden er eiginlega safn smásagna um Wallander. Allar gerast sögurnar áður en fyrsta sagan um Wallander, Morðingi án andlits, á sér stað og spanna þær tímann frá 1969 til 1989. Í fyrstu sögunni er Wallander ung og óbreytt lögga í Malmö en í þeirri síðustu, og langlengstu, er hann kominn til Ystad og farinn að líkjast sjálfum sér sem sá Wallander sem dyggir lesendur þekkja frá fyrri bókum.
Þetta er allt saman í svipuðum dúr og fyrr - hvorki verra né betra. Mjög fínt við uppvaskið sem sagt og þjónar þar með vel sínum tilgangi. En ekkert til að hrópa ferfalt eða fimmfalt húrra fyrir annars.
Ég tók mér sem sagt fjórtán diska hljóðbók með Wallander-bókinni Pyramiden í upplestri sjálfs Rolfs Lassgårds sem tengist Wallander einstaklega sterkum böndum enda hefur hann farið með hlutverk hans í fjölda sjónvarps- og bíómynda sem gerðar hafa verið eftir bókunum. Og þetta hef ég síðan hlýtt á að undanförnu í fínu þráðlausu heyrnartólunum mínum meðan að ég bý til mat og vaska síðan upp eftir hann. Í leiðinni hef ég uppgötvað að þetta er hin fullkomna tvenna. Glæpasögur eru nefnilega oftar en ekki auðmeltari en ýmislegt annað og krefjast þess vegna ekki endilega hundrað prósent einbeitingar og svo er þetta líka afþreying og hún er ákaflega vel þegin til þess að leiða hugann frá pastasoðningum og diskaskrúbbi.
Pyramiden er eiginlega safn smásagna um Wallander. Allar gerast sögurnar áður en fyrsta sagan um Wallander, Morðingi án andlits, á sér stað og spanna þær tímann frá 1969 til 1989. Í fyrstu sögunni er Wallander ung og óbreytt lögga í Malmö en í þeirri síðustu, og langlengstu, er hann kominn til Ystad og farinn að líkjast sjálfum sér sem sá Wallander sem dyggir lesendur þekkja frá fyrri bókum.
Þetta er allt saman í svipuðum dúr og fyrr - hvorki verra né betra. Mjög fínt við uppvaskið sem sagt og þjónar þar með vel sínum tilgangi. En ekkert til að hrópa ferfalt eða fimmfalt húrra fyrir annars.