Längst därnere eftir Günter Wallraff
Sjálfsagt eru fáir leiðangrar í rannsóknarblaðamennsku frægari en sá sem þýski blaðamaðurinn Günter Wallraff hélt í árin 1983-1985 þegar að hann dulbjó sig sem tyrkneskan verkamann og kynntist því lífi og þeim kjörum sem hið svokallaða gestaverkafólk (Gästarbeiter) bjó við í Þýskalandi. Afrakstur úttektarinnar varð frægur um allan heim í bók Wallraffs, Ganz unten (Niðurlægingin í íslenskri þýðingu frá 1986) þar sem hulunni var svipt af tvöfeldni þýsks þjóðfélags. Gestaverkafólkið þrælaði - og þrælaði er rétta orðið - við ömurlegar aðstæður til þess að halda gangandi glansmyndinni af hinu góða og yndislega Þýskalandi hinum betur settu borgurum til handa.
Bók Wallraffs er fyrir löngu orðið klassískt rit í rannsóknarblaðamennsku og því er ekki óeðlilegt að hugað sé að endurútgáfu hennar fyrir nýja kynslóð lesenda, ekki síst þar sem efni bókarinnar á, ef eitthvað er, jafnvel betur við um nútímann en ástandið fyrir tuttugu árum síðan. Bókin var endurútgefin í kilju á sænsku fyrir tveimur árum síðan og um daginn renndi ég mér í gegnum þá útgáfu.
Tónn bókarinnar er strax gefinn í formála kiljuútgáfunnar þar sem rakið er dæmi frá Svíþjóð sama ár og bókin kom út í kilju (2003). Það dæmi líkist um flestallt því sem Wallraff lýsir sjálfur í öðru Evrópulandi tuttugu árum áður. Þetta er til þess að minna okkur á að efni bókarinnar er tímalaust og þó að annað fólk og önnur fyrirtæki leiki ef til vill hlutverkin í dag eru tímarnir þeir sömu að þessu leyti. Útlend vinnuafl í lægstu stöðum er enn þá jafnréttlaust, enn þá er jafn grimmilega komið fram við það og enn þá ríkir sama algera sinnuleysið gagnvart öllu sem heitir mannréttindi og virðing við náungann. Meira að segja líf hins erlenda vinnuafl er einskis metið. Það hefur heldur ekkert breyst.
Dæmin um hið algjöra virðingarleysi fyrir lífi og heilsu hins erlenda vinnuafls eru á hverri síðu bókar Wallraffs. Tyrknesku gestaverkamennirnir eru neyddir til að vinna sleitulaust allt upp í 70 klukkustundir í einni lotu, þeir starfa við aðstæður sem þeir halda ekki út nema í örfá ár þangað til að þeir annað hvort hníga niður örendir eða eru farlama fyrir lífstíð. Slík afföll fólks eru ráðgerð í öllum plönum vinnuveitendanna (í flestum tilvikum starfsmannaleiga) sem vita að í mörgum vinnum lifir fólk bara af í nokkur ár. Þeir þurfa hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur því að alltaf er stöðugur straumur fólks í nauð sem þeir geta misnotað og fengið sem mest út úr með lágmarkskostnaði en miklum gróða.
Á einum stað í bókinni vitnar Wallraff í veggjakrot á einu klósettanna þar sem hann tók að sér störf dulbúinn sem Tyrki. Þar stóð „Stöðvum tilraunir á dýrum! - notum Tyrki“. Það er merkilegt hversu bókstaflega hægt er að taka þetta slagorð í tilviki efnis bókarinnar og satt best að segja er hreint ekki ótrúlegt að oft fái skepnur í sláturhúsi mannúðlegri meðferð og njóti meiri virðingar en hið erlenda vinnuafl sem við sögu kemur í lýsingum Wallraffs. Ekki bara er þeim pískað út heldur komst Wallraff einnig að því, einnig af eigin raun, að lyfjaframleiðendur notuðu gestaverkafólkið til þess að prófa lyf á tilraunastigi - líklega vegna þess að tilraunir á rottum voru bannaðar. Afleiðingarnar voru skelfilegar, miklar líkamlegar aukaverkanir sem jafnvel leiddu til dauða. Eins notuðu kjarnorkuver sama hóp fólks til þess að vinna störf þar sem hætta var á geislun óralangt yfir heilsusamlegum mörkum án þess að gera verkafólkinu grein fyrir hættunni. Afleiðingarnar sýndu sig eftir á í grunsamlegum fjölda krabbameinstilvika hjá viðkomandi verkafólki.
Myndin sem maður fær af þessu öllu saman minnir einna helst á ófagrar lýsingar sem lesa má í sögubókum frá fyrstu árum iðnbyltingarinnar í námunum á Englandi þar sem réttlausu fólki var pískað út við nákvæmlega sömu ólífvænlegu aðstæðurnar. Það er hreint og beint sláandi að sjá þessa ljótustu mynd kapítalismans svona ljóslifandi fyrir sér tæpum tveimur öldum síðar og það í landi sem á yfirborðinu státar sig af því að vera þróað og vant að virðingu sinni. Ekki síst er það sláandi vegna þess að maður veit af því að svona lagað á sér ekki stað í minna mæli um heiminn allan nú í upphafi 21. aldarinnar. Þannig hefur iðnvæðingin í rauninni staðið í stað hvað siðalögmál og réttindi snertir þó að henni hafi fleygt fram á öðrum sviðum. Ekki er að minnta kosti hægt að halda öðru fram meðan að við látum það viðgangast að við lifum í vellystingum á beinan kostnað þeirra sem þræla þurfa við skelfileg kjör til þess að halda fjöri í veislun
Bók Wallraffs er fyrir löngu orðið klassískt rit í rannsóknarblaðamennsku og því er ekki óeðlilegt að hugað sé að endurútgáfu hennar fyrir nýja kynslóð lesenda, ekki síst þar sem efni bókarinnar á, ef eitthvað er, jafnvel betur við um nútímann en ástandið fyrir tuttugu árum síðan. Bókin var endurútgefin í kilju á sænsku fyrir tveimur árum síðan og um daginn renndi ég mér í gegnum þá útgáfu.
Tónn bókarinnar er strax gefinn í formála kiljuútgáfunnar þar sem rakið er dæmi frá Svíþjóð sama ár og bókin kom út í kilju (2003). Það dæmi líkist um flestallt því sem Wallraff lýsir sjálfur í öðru Evrópulandi tuttugu árum áður. Þetta er til þess að minna okkur á að efni bókarinnar er tímalaust og þó að annað fólk og önnur fyrirtæki leiki ef til vill hlutverkin í dag eru tímarnir þeir sömu að þessu leyti. Útlend vinnuafl í lægstu stöðum er enn þá jafnréttlaust, enn þá er jafn grimmilega komið fram við það og enn þá ríkir sama algera sinnuleysið gagnvart öllu sem heitir mannréttindi og virðing við náungann. Meira að segja líf hins erlenda vinnuafl er einskis metið. Það hefur heldur ekkert breyst.
Dæmin um hið algjöra virðingarleysi fyrir lífi og heilsu hins erlenda vinnuafls eru á hverri síðu bókar Wallraffs. Tyrknesku gestaverkamennirnir eru neyddir til að vinna sleitulaust allt upp í 70 klukkustundir í einni lotu, þeir starfa við aðstæður sem þeir halda ekki út nema í örfá ár þangað til að þeir annað hvort hníga niður örendir eða eru farlama fyrir lífstíð. Slík afföll fólks eru ráðgerð í öllum plönum vinnuveitendanna (í flestum tilvikum starfsmannaleiga) sem vita að í mörgum vinnum lifir fólk bara af í nokkur ár. Þeir þurfa hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur því að alltaf er stöðugur straumur fólks í nauð sem þeir geta misnotað og fengið sem mest út úr með lágmarkskostnaði en miklum gróða.
Á einum stað í bókinni vitnar Wallraff í veggjakrot á einu klósettanna þar sem hann tók að sér störf dulbúinn sem Tyrki. Þar stóð „Stöðvum tilraunir á dýrum! - notum Tyrki“. Það er merkilegt hversu bókstaflega hægt er að taka þetta slagorð í tilviki efnis bókarinnar og satt best að segja er hreint ekki ótrúlegt að oft fái skepnur í sláturhúsi mannúðlegri meðferð og njóti meiri virðingar en hið erlenda vinnuafl sem við sögu kemur í lýsingum Wallraffs. Ekki bara er þeim pískað út heldur komst Wallraff einnig að því, einnig af eigin raun, að lyfjaframleiðendur notuðu gestaverkafólkið til þess að prófa lyf á tilraunastigi - líklega vegna þess að tilraunir á rottum voru bannaðar. Afleiðingarnar voru skelfilegar, miklar líkamlegar aukaverkanir sem jafnvel leiddu til dauða. Eins notuðu kjarnorkuver sama hóp fólks til þess að vinna störf þar sem hætta var á geislun óralangt yfir heilsusamlegum mörkum án þess að gera verkafólkinu grein fyrir hættunni. Afleiðingarnar sýndu sig eftir á í grunsamlegum fjölda krabbameinstilvika hjá viðkomandi verkafólki.
Myndin sem maður fær af þessu öllu saman minnir einna helst á ófagrar lýsingar sem lesa má í sögubókum frá fyrstu árum iðnbyltingarinnar í námunum á Englandi þar sem réttlausu fólki var pískað út við nákvæmlega sömu ólífvænlegu aðstæðurnar. Það er hreint og beint sláandi að sjá þessa ljótustu mynd kapítalismans svona ljóslifandi fyrir sér tæpum tveimur öldum síðar og það í landi sem á yfirborðinu státar sig af því að vera þróað og vant að virðingu sinni. Ekki síst er það sláandi vegna þess að maður veit af því að svona lagað á sér ekki stað í minna mæli um heiminn allan nú í upphafi 21. aldarinnar. Þannig hefur iðnvæðingin í rauninni staðið í stað hvað siðalögmál og réttindi snertir þó að henni hafi fleygt fram á öðrum sviðum. Ekki er að minnta kosti hægt að halda öðru fram meðan að við látum það viðgangast að við lifum í vellystingum á beinan kostnað þeirra sem þræla þurfa við skelfileg kjör til þess að halda fjöri í veislun
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home