Gleðileikurinn djöfullegi eftir Sölva Björn Sigurðsson
Ég er auðvitað algjörlega ófær til þess að fjalla um Gleðileikinn djöfullega á hlutlausan hátt. Þetta verður því stutt en ítarlegri greinargerð getur höfundur svo bara fengið í eigin persónu ef hann vill. Fékk hana senda frá höfundi sjálfum í jólagjöf og gat ekki beðið lengi með að renna mér í gegnum hana. Ekki minnkaði spenningurinn við yfirlestur á karakterslistanum í upphafi bókarinnar þar sem Kerlingasjarmör nokkur, kóni sem ég kannast lítillega við, var meðal týpna. Sá skrýtni fugl heillaði aldrei kvenmann undir fertugu en hins vegar allar þar yfir, þrátt fyrir að vera helmingi yngri að árum sjálfur. Ekki orð um það meir.
Ég las bókina í gegn á jólanótt meðan ég drakk bjór með súkkulaðibragði (geri það ekki aftur!) og niðurstaðan er sú að Sölvi er þarna á sínum heimavelli. Þetta er afar snjöll bók og klárlega hans besta til þessa.
Takk fyrir mig, Sölvi.
Ég las bókina í gegn á jólanótt meðan ég drakk bjór með súkkulaðibragði (geri það ekki aftur!) og niðurstaðan er sú að Sölvi er þarna á sínum heimavelli. Þetta er afar snjöll bók og klárlega hans besta til þessa.
Takk fyrir mig, Sölvi.
3 Comments:
At 12:16 f.h., Sölvi Björn said…
Njóttu vel góur.
At 11:52 e.h., HelgaSoffia said…
Ertu annars alltaf hlutlaus á þessari síðu? Ég er sjálf alveg ófær en er engu að síður sammála, Bjössinn stóð sig vel. Gleðileg jól og nýtt ár og sjáumst sem fyrst.
At 11:59 f.h., Króinn said…
Nei, ekki alltaf hlutlaus. En oftast svona held ég. Gleðilegt ár og bestu kveðjur til Ed.
Skrifa ummæli
<< Home