Bókabloggið er flutt

Sjá: bokabloggid.wordpress.com

7.1.06

Historien om Sverige: Från istid till framtid eftir Herman Lindqvist

Eftir að hafa hlustað á samtals tæpan sólarhring (23 tíma) af Svíþjóðarsögu frá ísöld til seinni heimsstyrjaldar er ég allnokkru fróðari um hitt og þetta (vona ég). Hins vegar kemur upp í huga minn þegar að maður var í Íslandssögutímum hér áður fyrr og dæsti yfir því að aldrei neitt spennandi eða dramatískt hefði gerst í fortíð Íslands - engin almennileg stríð eða neitt svoleiðis. Hins vegar sé ég það núna eftir að hafa hlustað á þessa 23 klukkutíma að ég hefði átt að vera þakklátur. Þessi upptalning á endalausum stríðum gegnum aldirnar með tilheyrandi tímabundnum smátilfæringum í landamæralínum verða að lokum allnokkuð þreytandi og mann fer að þyrsta í fróðleik um það hvernig aðrir borgarar landsins en einhverjir einstaka stríðsóðir kóngar og marskálkar höfðu það.

En samt fannst mér nú svona í heildina gaman að hlusta á þetta. Framsetningin vissulega örlítið gamaldags (með tilheyrandi áherslum á stríðsártöl og upptalningar á kóngum) en maður getur kannski eftir þetta skilið á milli Gústafs Vasa, Gústaf II Adolfs og Gústafs III til dæmis. Hvers vegna reyna kóngar ekki annars að heita svolítið fjölbreyttari nöfnum svo maður rugli þeim ekki alltaf saman?! Er þetta ekki dæmigert fyrir enn einn ógreiðann sem það forréttindaslekti hefur gert almenningi í gegnum aldirnar?

Skemmtilega fræðandi, sem sagt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home