Den falske melodi eftir Claus Blok Thomsen
Ég sat í haust fyrirlestur hjá dönskum mannfræðiprófessor við Malmö-háskóla. Hann málaði afar svarta mynd af danskri þjóðfélagsumræðu og sagði að nánast engir afkimar hennar væru undanskildir þeirri kynþáttahyggju sem herjaði á samfélag hans. Allir fjölmiðlar og allir stjórnmálaflokkar hefðu gerst sekir um að vera á sama báti í þessu máli.
Eftir að hafa fylgst sjálfur nokkuð náið með umfjöllun danskra fjölmiðla á innflytjendamálum verð ég sjálfur nú samt að játa það að mér fannst danski prófessorinn fella nokkuð harðan dóm yfir löndum sínum. Vissulega er það rétt að þjóðernishyggja og rasismi hafa skotið skuggalega föstum rótum í dönsku samfélagi en hins vegar þykir mér ósanngjarnt að setja öll stjórnmálaöfl og alla fjölmiðla undir sama hatt í þessu sambandi. Hvað varðar fjölmiðlana þá þykja mér bæði dagblöðin Politiken og Information hafa staðið sig nokkuð vel í því að gagnrýna stjórnvöld í fyrir meðferðina á innflytjendum og halda uppi málefnalegri og gagnlegri umræðu innan málaflokksins.
Enn meira þótti mér til umfjöllunar Politiken koma þegar að ég rakst á nýútkomna bók (útg. í janúar 2006) sem gefin er út af bókaútgáfu Politiken. Þetta er bókin Den falske melodi eftir Claus Blok Thomsen, blaðamann á Politiken sem undanfarin ár hefur sinnt umfjöllun blaðsins um málefni innflytjenda í Danmörku. Bókin fjallar um viðhorf Thomsens til innflytjendastefnu ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmusses og er vægast sagt mjög gagnrýnin á þá stefnu.
Stefnan átti opinberlega að beinast gegn þvinguðum hjónaböndum innflytjenda en hefur snúist upp í það að vera þrándur í götu danskra ríkisborgara sem voru svo seinheppnir að bindast mökum frá löndum sem standa utan Evrópusambandsins. Danir geta því ekki lengur snúið heim til sín og þau grundvallarmannréttindi að fjölskyldur eigi rétt á því að búa saman eru þverbrotin. Reglurnar eru í bága við ákvæði mannréttindadómstóls Evrópuráðsins og fjöldi stofnana og samtaka sem láta sig mannréttindi varða hafa bent á brotin sem í innflytjendalögunum felst.
Thomsen lýsir því skýrt og skilmerkilega í hvaða ógöngur dönsk stjórnvöld rata í nánast hvert einasta skipti sem að höfnunum þeirra um dvalarleyfi maka er skotið til Evrópuráðsins. Þar sem tap í málinu er næsta víst þá er það yfirleitt lausn danskra stjórnvalda að leyfa bara viðkomandi að setjast að til þess að losna við frekari málarekstur.
Og rökin eru alltaf þau að þetta sé gert til að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd og virðing fyrir sjálfstæðum vilja ungmenna, sérstaklega kvenna, til þess að velja sér maka sjálf sé þar í fyrirrúmi. Hins vegar kemst Thomsen að því í samtölum við fagaðila og fulltrúa samtaka sem vinna gegn þvinguðum hjónaböndum í Danmörku að lögin hafi ekki haft nokkra þýðingu og jafnvel gert illt verra. Rétta leiðin sé fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir í hópum innflytjenda og styrking sjálfsmyndar ungra Dana af erlendum uppruna.
Lögin bitni því á þeim sem síst skyldi, þverbrjóti gróflega alþjóðlega mannréttindasáttmála en séu samt vitavonlaus í baráttu við hin yfirlýstu markmið. Eina markmiðið sem þau ná er að þau hafa með sanni minnkað straum innflytjenda og styrkt í sessi kynþáttahyggjuna sem ríkir í Danmörku.
Bókin er nauðsynlegt og þarft innlegg inn í umræðuna um mesta hitamál í stjórnmálum í Danmörku á síðari tímum. Stundum hefði höfundurinn mátt skerpa ögn á innihaldinu og sleppa lagalegum útlistunum á ákvæðum innflytjendalaga en í heildina séð nær hann því markmiði sínu að sýna fram á fáránleik og gagnsleysi þessara mannfjandsamlegu laga og þeirrar hatursfullu stemningar sem ríkisstjórn Danmerkur nærist á þessi árin og misserin.
Eftir að hafa fylgst sjálfur nokkuð náið með umfjöllun danskra fjölmiðla á innflytjendamálum verð ég sjálfur nú samt að játa það að mér fannst danski prófessorinn fella nokkuð harðan dóm yfir löndum sínum. Vissulega er það rétt að þjóðernishyggja og rasismi hafa skotið skuggalega föstum rótum í dönsku samfélagi en hins vegar þykir mér ósanngjarnt að setja öll stjórnmálaöfl og alla fjölmiðla undir sama hatt í þessu sambandi. Hvað varðar fjölmiðlana þá þykja mér bæði dagblöðin Politiken og Information hafa staðið sig nokkuð vel í því að gagnrýna stjórnvöld í fyrir meðferðina á innflytjendum og halda uppi málefnalegri og gagnlegri umræðu innan málaflokksins.
Enn meira þótti mér til umfjöllunar Politiken koma þegar að ég rakst á nýútkomna bók (útg. í janúar 2006) sem gefin er út af bókaútgáfu Politiken. Þetta er bókin Den falske melodi eftir Claus Blok Thomsen, blaðamann á Politiken sem undanfarin ár hefur sinnt umfjöllun blaðsins um málefni innflytjenda í Danmörku. Bókin fjallar um viðhorf Thomsens til innflytjendastefnu ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmusses og er vægast sagt mjög gagnrýnin á þá stefnu.
Stefnan átti opinberlega að beinast gegn þvinguðum hjónaböndum innflytjenda en hefur snúist upp í það að vera þrándur í götu danskra ríkisborgara sem voru svo seinheppnir að bindast mökum frá löndum sem standa utan Evrópusambandsins. Danir geta því ekki lengur snúið heim til sín og þau grundvallarmannréttindi að fjölskyldur eigi rétt á því að búa saman eru þverbrotin. Reglurnar eru í bága við ákvæði mannréttindadómstóls Evrópuráðsins og fjöldi stofnana og samtaka sem láta sig mannréttindi varða hafa bent á brotin sem í innflytjendalögunum felst.
Thomsen lýsir því skýrt og skilmerkilega í hvaða ógöngur dönsk stjórnvöld rata í nánast hvert einasta skipti sem að höfnunum þeirra um dvalarleyfi maka er skotið til Evrópuráðsins. Þar sem tap í málinu er næsta víst þá er það yfirleitt lausn danskra stjórnvalda að leyfa bara viðkomandi að setjast að til þess að losna við frekari málarekstur.
Og rökin eru alltaf þau að þetta sé gert til að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd og virðing fyrir sjálfstæðum vilja ungmenna, sérstaklega kvenna, til þess að velja sér maka sjálf sé þar í fyrirrúmi. Hins vegar kemst Thomsen að því í samtölum við fagaðila og fulltrúa samtaka sem vinna gegn þvinguðum hjónaböndum í Danmörku að lögin hafi ekki haft nokkra þýðingu og jafnvel gert illt verra. Rétta leiðin sé fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir í hópum innflytjenda og styrking sjálfsmyndar ungra Dana af erlendum uppruna.
Lögin bitni því á þeim sem síst skyldi, þverbrjóti gróflega alþjóðlega mannréttindasáttmála en séu samt vitavonlaus í baráttu við hin yfirlýstu markmið. Eina markmiðið sem þau ná er að þau hafa með sanni minnkað straum innflytjenda og styrkt í sessi kynþáttahyggjuna sem ríkir í Danmörku.
Bókin er nauðsynlegt og þarft innlegg inn í umræðuna um mesta hitamál í stjórnmálum í Danmörku á síðari tímum. Stundum hefði höfundurinn mátt skerpa ögn á innihaldinu og sleppa lagalegum útlistunum á ákvæðum innflytjendalaga en í heildina séð nær hann því markmiði sínu að sýna fram á fáránleik og gagnsleysi þessara mannfjandsamlegu laga og þeirrar hatursfullu stemningar sem ríkisstjórn Danmerkur nærist á þessi árin og misserin.