Bókabloggið er flutt

Sjá: bokabloggid.wordpress.com

21.9.04

My Invented Country eftir Isabellu Allende

Gef henni tvær og hálfa stjörnu, hugsa ég. Bara nokkuð skemmtileg bók að renna sér í gegnum. Lýsingar hennar á því hvað er ,,týpískt chileanskt" eru oft skemmtilegar og fróðlegar en ég er nú alltaf svo mikill svona stjórnmálafræðiperri að ég vil alltaf hafa sem mest um stjórnmál og þjóðmál í svona bókum og hef minni áhuga á því hvað henni fannst afi sinn vera skrýtinn og skemmtilegur karl. Hún veltir ýmsu fyrir sér, m.a. því hvers vegna í ósköpunum sirka helmingurinn af Chilebúum var, og er jafnvel enn, sympatískur í garð Pinochet-harðstjórnarinnar. Herbragðið hjá Ísabellu að láta frásögnina stjórnast að minninum er nokkuð snjöll, finnst mér. Hún leynir því ekkert, og tekur það meira að segja fram, að hún muni ekkert endilega allt rétt og sumt kunni að vera allverulega bjagað frá því sem hana minnir og því sem í rauninni var. Þannig að þetta er ágætt.En sem sagt: Tvær og hálft stjarna fyrir þessa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home