Veröld sem var eftir Stefan Zweig
Hlustaði á Gísla Halldórsson lesa hana á hljóðbók. Fantafín bók. Þrjár (jafnvel ***1/2) af fjórum mögulegum. Vel skrifaður aldarspegill og í aðdáunarverðri þýðingu Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar. Myndi mæla með þessari við alla þá sem ekki hafa þegar lesið hana. Einn svakalegast ef til vill að finna líkindin í lýsingum Zweigs á aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og uppgötva að þar má finna sömu tilhneigingu og eykst einmitt dag frá degi á okkar tímum, þ.e. aukin tortryggni og eftirlit manna og þjóða á milli og minnkandi skilning og samkennd. Veröld sem var svíkur sem sagt engan.
3 Comments:
At 1:29 e.h., hatseput said…
Halló Svíþjóð og gleðlilega vordaga! Gaman að þessu bókaspjalli sem ég var að uppgötva rétt í þessu.
Þegar ég las Veröld sem var fyrir margt löngu varð ég alveg heilluð, mér fannst ég komast bakdyramegin að sögunni!
At 1:34 e.h., hatseput said…
Halló Svíþjóð og gleðlilega vordaga! Gaman að þessu bókaspjalli sem ég var að uppgötva rétt í þessu.
Þegar ég las Veröld sem var fyrir margt löngu varð ég alveg heilluð, mér fannst ég komast bakdyramegin að sögunni!
1:29 PM
At 12:55 f.h., Króinn said…
Gaman að fá komment frá Snorrabrautinni. Já, ég held að ég lýsi því hér með yfir að Veröld sem var sé besta bók sem ég las á liðnu ári - jú, eða hlýddi á öllu heldur. Klassík og ekkert minna.
Skrifa ummæli
<< Home