Vetrardrottningin eftir Boris Akúnín
Allt öðru vísi krimmi en maður hefur verið að lesa. Þetta er meira í ætt við James Bond en allan skandinavíska sósíalrealismann sem maður er vanur að vera á kafi í hjá Henning Mankell, Arnaldi og fleirum. Held ég kunni reyndar betur við sósíalrealismann eftir allt saman. Ágætis afþreying reyndar þessi Vetrardrottning en samt einhvern veginn ekki alveg minn bolli af tei, eins og maður segir nú á góðri og vel staðfærðri íslensku. Aðeins of takkí fyrir minn smekk. Þannig að: ** af fjórum á Vetrardrottninguna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home