21.9.04
Hlustaði á Guðmund Andra lesa hana á hljóðbók. Ágætis saga en ofsalega gott að hún er ekki lengri. Maður hefði verið farinn að finna fyrir klostrófóbíu ef hún hefði til dæmis bara verið hálfnuð þegar henni var í raun að ljúka. Gaman samt að heyra Guðmund Andra kljást við það að búa til aldarfarslýsingu útlendings af eigin þjóð fyrir röskum hundrað árum. Þokkaleg, svona **1/2 bók.
Veröld sem var eftir Stefan Zweig
Hlustaði á Gísla Halldórsson lesa hana á hljóðbók. Fantafín bók. Þrjár (jafnvel ***1/2) af fjórum mögulegum. Vel skrifaður aldarspegill og í aðdáunarverðri þýðingu Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar. Myndi mæla með þessari við alla þá sem ekki hafa þegar lesið hana. Einn svakalegast ef til vill að finna líkindin í lýsingum Zweigs á aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og uppgötva að þar má finna sömu tilhneigingu og eykst einmitt dag frá degi á okkar tímum, þ.e. aukin tortryggni og eftirlit manna og þjóða á milli og minnkandi skilning og samkennd. Veröld sem var svíkur sem sagt engan.
Ég er ekki hræddur eftir Niccoló Ammaniti
Rígheldur alveg þessi saga, afskaplega vel skrifuð myndi ég segja. Alltaf samt jafnhættulegt að fara að ofhlaða bækur lofi við aðra því að þá fer viðkomandi að búast við einhverju stórfenglegu. Sumar senurnar í henni reyndar svo hryllilegar að maður þorir varla að fletta. En það er bara gæðamerki. Endirinn fannst mér að vísu dálítið snubbóttur en hann svona skítslapp nú samt sem áður. Gef henni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Vetrardrottningin eftir Boris Akúnín
Allt öðru vísi krimmi en maður hefur verið að lesa. Þetta er meira í ætt við James Bond en allan skandinavíska sósíalrealismann sem maður er vanur að vera á kafi í hjá Henning Mankell, Arnaldi og fleirum. Held ég kunni reyndar betur við sósíalrealismann eftir allt saman. Ágætis afþreying reyndar þessi Vetrardrottning en samt einhvern veginn ekki alveg minn bolli af tei, eins og maður segir nú á góðri og vel staðfærðri íslensku. Aðeins of takkí fyrir minn smekk. Þannig að: ** af fjórum á Vetrardrottninguna.
My Invented Country eftir Isabellu Allende
Gef henni tvær og hálfa stjörnu, hugsa ég. Bara nokkuð skemmtileg bók að renna sér í gegnum. Lýsingar hennar á því hvað er ,,týpískt chileanskt" eru oft skemmtilegar og fróðlegar en ég er nú alltaf svo mikill svona stjórnmálafræðiperri að ég vil alltaf hafa sem mest um stjórnmál og þjóðmál í svona bókum og hef minni áhuga á því hvað henni fannst afi sinn vera skrýtinn og skemmtilegur karl. Hún veltir ýmsu fyrir sér, m.a. því hvers vegna í ósköpunum sirka helmingurinn af Chilebúum var, og er jafnvel enn, sympatískur í garð Pinochet-harðstjórnarinnar. Herbragðið hjá Ísabellu að láta frásögnina stjórnast að minninum er nokkuð snjöll, finnst mér. Hún leynir því ekkert, og tekur það meira að segja fram, að hún muni ekkert endilega allt rétt og sumt kunni að vera allverulega bjagað frá því sem hana minnir og því sem í rauninni var. Þannig að þetta er ágætt.En sem sagt: Tvær og hálft stjarna fyrir þessa.
17.9.04
Hundra och en dag eftir Åsne Seierstad
Nafn norsku blaðakonunnar Åsne Seierstad ætti að vera íslenskum lesendum í fersku minni eftir að þýðing á bók hennar um Bóksalann í Kabúl kom út hér á landi fyrir síðustu jól. Þar sagði frá dvöl höfundar meðal afganskrar fjölskyldu eftir fall talíbanastjórnarinnar þar í landi. Bókinni var hampað um heim allan, þýdd á fjölda tungumála og gerði höfundinn frægan langt út fyrir heimaland sitt.
Åsne Seierstad hefur lagt sig nokkuð eftir því undanfarin ár að sækja heim þau stríðshrjáðu svæði sem athygli umheimsins beinist helst að í hvert skipti fyrir sig. Með það fyrir augum skal því engan undra að í byrjun árs 2003 hafi hún verið búin að koma sér fyrir í Bagdad, höfuðborg Íraks, til þess að fylgjast með yfirvofandi innrás Bandaríkjamanna og Breta í landið.
Hún dvaldist í borginni í 101 dag og náði dvölin yfir tímann frá aðdraganda innrásarinnar til eftirmála hennar. Afrakstur dvalarinnar var fjöldi blaðagreina og beinna útsendinga fyrir ýmsa fjölmiðla, einkum á Norðurlöndum, og svo bókin Hundrað og einn dagur. Bókin kom út á norsku aðeins nokkrum mánuðum eftir dvöl hennar í Írak og skömmu síðar einnig á dönsku og sænsku. Lesendur brugðust spenntir við og bókin var þaulsetin á metsölulistum allra landanna þriggja á upphafsmánuðum þessa árs.
Sjálfur var ég ekki síður spenntur en hinir fjölmörgu skandinavísku lesendur sem tryggt höfðu bókinni sess á metsölulistunum. Ég tók mér því sænska þýðingu bókarinnar í hönd og ól þá von í brjósti að höfundur myndi í þessari nýju bók sinni fylgja eftir þeim ágætu vonum sem Bóksalinn í Kabúl gaf. Einkum er þar átt við um hæfni hans til þess að varpa nýstárlegu en jafnframt skýru ljósi á samfélagsgerð og viðhorf á stað sem öll spjót heimsins standa á en fáir leggja sig fram við að reyna að skilja.
Það verður að segjast eins og er að við lestur Hundrað og eins dags urðu þessar vonir mínar að vonbrigðum. Í Hundrað og einum degi er Åsne langt frá sínu besta. Í stað snjallrar og frumlegrar nálgunar og lifandi frásagnarinnar í Bóksalanum frá Kabúl er hér komin fremur flöt og langdregin frásögn. Bókin fjallar fremur um blaðamann í árangurslausri leit að stríði en stríðið sjálft.
Hún gefur vissulega raunsæja mynd af aðstæðum sem sú öfugsnúnu staðreynd leiðir af sér að fréttaritarar á átakasvæðum vita oft minna um framvindu mála en þeir sem heima sitja og fylgjast með, heyra kannski bara sprengjudrunur fyrir utan herbergisgluggann sinn meðan áhorfendur fá allar loftmyndir, líkön, viðtöl og útskýringar sendar beint heim í stofu. Hins vegar er slík árangurslaus leit stríðsfréttaritara að stórfréttum, eðli málsins samkvæmt, ekki sérlega áhugaverð uppistaða í heila bók.
Vitanlega tekst Åsne Seierstad við og við að varpa skýru ljósi á ástandið í Írak fyrir, á meðan og eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta. Lýsingar hennar á örlögum hinna almennu borgara sem verða stríðinu að bráð eru til að mynda oft æði átakanlegar. Nefna má sem dæmi heimsókn hennar í eitt líkhúsa borgarinnar í kjölfar loftárásar þar sem foreldrar standa yfir sundursprengdum líkömum barna sinna, frá sér numdir af sorg.
Þar er brugðið upp hryllilegum birtingarmyndum af afleiðingum stríðs. Afleiðingum sem verða jafnvel enn skelfilegri þegar í ljós kemur að þessum verstu atburðum er haldið frá sjónvarpsáhorfendum og lesendum dagblaða - og vitanlega líka frá stjórnmálamönnunum og hershöfðingjunum. Þær þykja of hroðalegar fyrir þá að horfa upp og gangast við.
En niðurstaðan er engu að síður að Åsne hefði fremur átt að láta við blaðaskrifin og beinu útsendingarnar sitja í þetta skiptið. Bókin bætir sáralitlu við það sem þegar var á allra vitorði og gefur alltof sjaldan nýstárlega og áhugaverða innsýn inn í baksvið átakanna. Bóksalinn í Kabúl sýndi þó, svo að ekki varð um villst, að það býr mikið í Åsne Seierstad.
Og þó að vonir manns standi ávallt til þess að það verði ekki fleiri átök og styrjaldir fyrir hana að skrifa um þá sýnir reynslan því miður annað. Þá verður Åsne vafalaust mætt á staðinn, ef lesendur hennar þekkja hana rétt, og þá hefur hún tækifæri til að bæta sig - til dæmis með því að liggja örlítið lengur en fáeinar vikur yfir ferðasögunni áður en hún er send til útgefanda, jafnvel þó að vænn tékki og visst sæti á metsölulistum bíði ef hún skilar inn strax.
(Birtist á Sellunni í september 2004)
Åsne Seierstad hefur lagt sig nokkuð eftir því undanfarin ár að sækja heim þau stríðshrjáðu svæði sem athygli umheimsins beinist helst að í hvert skipti fyrir sig. Með það fyrir augum skal því engan undra að í byrjun árs 2003 hafi hún verið búin að koma sér fyrir í Bagdad, höfuðborg Íraks, til þess að fylgjast með yfirvofandi innrás Bandaríkjamanna og Breta í landið.
Hún dvaldist í borginni í 101 dag og náði dvölin yfir tímann frá aðdraganda innrásarinnar til eftirmála hennar. Afrakstur dvalarinnar var fjöldi blaðagreina og beinna útsendinga fyrir ýmsa fjölmiðla, einkum á Norðurlöndum, og svo bókin Hundrað og einn dagur. Bókin kom út á norsku aðeins nokkrum mánuðum eftir dvöl hennar í Írak og skömmu síðar einnig á dönsku og sænsku. Lesendur brugðust spenntir við og bókin var þaulsetin á metsölulistum allra landanna þriggja á upphafsmánuðum þessa árs.
Sjálfur var ég ekki síður spenntur en hinir fjölmörgu skandinavísku lesendur sem tryggt höfðu bókinni sess á metsölulistunum. Ég tók mér því sænska þýðingu bókarinnar í hönd og ól þá von í brjósti að höfundur myndi í þessari nýju bók sinni fylgja eftir þeim ágætu vonum sem Bóksalinn í Kabúl gaf. Einkum er þar átt við um hæfni hans til þess að varpa nýstárlegu en jafnframt skýru ljósi á samfélagsgerð og viðhorf á stað sem öll spjót heimsins standa á en fáir leggja sig fram við að reyna að skilja.
Það verður að segjast eins og er að við lestur Hundrað og eins dags urðu þessar vonir mínar að vonbrigðum. Í Hundrað og einum degi er Åsne langt frá sínu besta. Í stað snjallrar og frumlegrar nálgunar og lifandi frásagnarinnar í Bóksalanum frá Kabúl er hér komin fremur flöt og langdregin frásögn. Bókin fjallar fremur um blaðamann í árangurslausri leit að stríði en stríðið sjálft.
Hún gefur vissulega raunsæja mynd af aðstæðum sem sú öfugsnúnu staðreynd leiðir af sér að fréttaritarar á átakasvæðum vita oft minna um framvindu mála en þeir sem heima sitja og fylgjast með, heyra kannski bara sprengjudrunur fyrir utan herbergisgluggann sinn meðan áhorfendur fá allar loftmyndir, líkön, viðtöl og útskýringar sendar beint heim í stofu. Hins vegar er slík árangurslaus leit stríðsfréttaritara að stórfréttum, eðli málsins samkvæmt, ekki sérlega áhugaverð uppistaða í heila bók.
Vitanlega tekst Åsne Seierstad við og við að varpa skýru ljósi á ástandið í Írak fyrir, á meðan og eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta. Lýsingar hennar á örlögum hinna almennu borgara sem verða stríðinu að bráð eru til að mynda oft æði átakanlegar. Nefna má sem dæmi heimsókn hennar í eitt líkhúsa borgarinnar í kjölfar loftárásar þar sem foreldrar standa yfir sundursprengdum líkömum barna sinna, frá sér numdir af sorg.
Þar er brugðið upp hryllilegum birtingarmyndum af afleiðingum stríðs. Afleiðingum sem verða jafnvel enn skelfilegri þegar í ljós kemur að þessum verstu atburðum er haldið frá sjónvarpsáhorfendum og lesendum dagblaða - og vitanlega líka frá stjórnmálamönnunum og hershöfðingjunum. Þær þykja of hroðalegar fyrir þá að horfa upp og gangast við.
En niðurstaðan er engu að síður að Åsne hefði fremur átt að láta við blaðaskrifin og beinu útsendingarnar sitja í þetta skiptið. Bókin bætir sáralitlu við það sem þegar var á allra vitorði og gefur alltof sjaldan nýstárlega og áhugaverða innsýn inn í baksvið átakanna. Bóksalinn í Kabúl sýndi þó, svo að ekki varð um villst, að það býr mikið í Åsne Seierstad.
Og þó að vonir manns standi ávallt til þess að það verði ekki fleiri átök og styrjaldir fyrir hana að skrifa um þá sýnir reynslan því miður annað. Þá verður Åsne vafalaust mætt á staðinn, ef lesendur hennar þekkja hana rétt, og þá hefur hún tækifæri til að bæta sig - til dæmis með því að liggja örlítið lengur en fáeinar vikur yfir ferðasögunni áður en hún er send til útgefanda, jafnvel þó að vænn tékki og visst sæti á metsölulistum bíði ef hún skilar inn strax.
(Birtist á Sellunni í september 2004)
16.9.04
Hundabókin eftir Þorstein Guðmundsson
[Gagnrýni í samtalsformi sem birtist á Kistunni]
13.11.2002
frá: Úlfhildi Dagsdóttur til Sigurðar Ólafssonar
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
Sæll Sigurður. Fyrir tveimur árum sendi Þorsteinn Guðmundsson leikari og fóstbróðir frá sér smásagnasafn sem gladdi okkur bókaverjur all mikið með trúverðugum lýsingum á okkar daglega amstri. Nú hefur drengurinn sent frá sér annað sagnasafn: er jafn mikla ánægju af því að hafa?
bestu kveðjur
úlfhildur
13.11.2002
frá: Sigurðu Ólafssyni til Úlfhildar Dagsdóttur
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
Sæl og blessuð Úlfhildur.
Það er skemmtilegt til þess að hugsa hversu oft bókasafnið okkar sáluga í Þingholtsstrætinu hefur ratað inn í ljóð og sögur ýmissa skálda og rithöfunda. Þetta á sér sjálfsagt þá eðlilegu og almennu skýringu að skáld og rithöfundar hafa ætíð verið eins og gráir kettir á bókasöfnum - líkir sækja víst líka heim.
Það var okkur bókavörðunum því talsvert gleðiefni að frétta af því fyrir tveimur árum að grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefði skrifað Klór, heilt smásagnasafn þar sem hann lét sér ekki nægja að gera gamla Esjubergið að hluta sögusviðsins heldur reyndi hann líka að setja sig inn í hugarheim okkar bókavarðanna.
Ég verð nú reyndar að hryggja þig með því, Úlfhildur, að frumraun Þorsteins olli mér vissum vonbrigðum. Hann reyndi þar að drífa sögurnar áfram með svörtum húmor á svipuðum nótum og aðdáendur Fóstbræðraþáttanna þekkja af góðu einu. Hins vegar virðist hann hafa treyst of ríkulega á drifkraft fyndninnar því að sögurnar vantaði í heild einhvers konar undirlag og innsæi. Afleiðingin varð sú að allt varð meira í stíl við sápuóperu en góða og skemmtilega frásögn. En nóg um frumraunina Klór.
Nú kveður Þorsteinn sér hljóðs með Hundabókina, nýtt smásagnasafn. Eins og í Klór tengjast sögurnar á ákveðinn hátt þó að tengingin sé mun fyrirferðarminni í þessari bók. Að þessu sinni felst tengingin helst í því að í öllum sögunum er vísað til hunda. Lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um hverjar vísanirnar eru því að þær eru tíundaðar í stuttu máli fremst í bókinni.
Til að gera langa sögu stutta er óhætt að fullyrða að Hundabókin sé, þegar á heildina er litið, nokkuð stórt framfaraskref hjá rithöfundinum Þorsteini Guðmundssyni. Frásögn Þorsteins er liprari og miklu þéttari. Þrátt fyrir að hann trani húmornum ekki jafnmikið fram er hann samt alltaf undirliggjandi og kemst þannig oftar en ekki betur til skila.
Það er eins og bókin vinni á eftir því sem lengra dregur því að þrjár af síðustu fjórum sögunum finnst mér einna best heppnaðar. Ein þeirra er sögð út frá brenglaðri heimsmynd rónapars sem væflast um götur miðborgar Reykjavíkur. Í annarri segir frá manni sem á hviklyndan bróður, svo ekki sé meira sagt. Í þeirri þriðju fer húmoristinn Þorsteinn síðan á kostum þar sem hann dregur upp mynd af súkkulaðistráknum RabBa (með stóur B-i!) í kostulegum, greinaskilalausum vaðli upp á rúmar tuttugu blaðsíður.
Það er mun meiri ánægju að hafa af Hundabókinni en frumsmíðinni. Þorsteinn er efni í ágætan sagnamann og vonandi sýnir hann sömu framfarir í næstu bók og hann gerir í þessari.
Bestu kveðjur,
Sigurður
frá Úlfhildi Dagsdóttir
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
ein spurning sem mig blóðlangar að koma á framfæri: eru eingin bókasöfn í þessari bók og afhverju hundar? (þetta eru reyndar tvær spurningar sé ég, sem mætti ummorða í eina, hefur bókasöfnum verið skipt út fyrir hunda og hversvegna? (eru enn tvær reyndar))
bestu kveðjur
úlfhildur
frá: Sigurði Ólafssyni
Já, það ber ekki á öðru en því að bókasöfnum hafi verið skipt út fyrir hunda. Ég sé ekki aðra skýringu á því í fljótu bragði en þá að Þorsteinn hafi viljað vegsama hæsta stig menningar með því að fjalla um Borgarbókasafnið, bæði stofnunina sem slíka og starfsmenn hennar, í fyrri bókinni. Nú vilji hann hins vegar venda kvæði sínu í kross og fara yfir í lágkúrulegra þema en hundar eru, eins allt upplýst fólk veit, ekki einu sinni alvöru dýr heldur uppræktuð tegund skoffína, eins og eldislaxar og sitthvað fleira. Eina tenging milli hunda og bókasafna sem við mér blasir er kona sem skrifar dónalegar bækur og fær skáldaleyfi til þess að koma með ýmsar skepnur, m.a. hunda, inn á háheilagt bókasafnið.
S
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
13.11.2002
frá: Úlfhildi Dagsdóttur til Sigurðar Ólafssonar
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
Sæll Sigurður. Fyrir tveimur árum sendi Þorsteinn Guðmundsson leikari og fóstbróðir frá sér smásagnasafn sem gladdi okkur bókaverjur all mikið með trúverðugum lýsingum á okkar daglega amstri. Nú hefur drengurinn sent frá sér annað sagnasafn: er jafn mikla ánægju af því að hafa?
bestu kveðjur
úlfhildur
13.11.2002
frá: Sigurðu Ólafssyni til Úlfhildar Dagsdóttur
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
Sæl og blessuð Úlfhildur.
Það er skemmtilegt til þess að hugsa hversu oft bókasafnið okkar sáluga í Þingholtsstrætinu hefur ratað inn í ljóð og sögur ýmissa skálda og rithöfunda. Þetta á sér sjálfsagt þá eðlilegu og almennu skýringu að skáld og rithöfundar hafa ætíð verið eins og gráir kettir á bókasöfnum - líkir sækja víst líka heim.
Það var okkur bókavörðunum því talsvert gleðiefni að frétta af því fyrir tveimur árum að grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefði skrifað Klór, heilt smásagnasafn þar sem hann lét sér ekki nægja að gera gamla Esjubergið að hluta sögusviðsins heldur reyndi hann líka að setja sig inn í hugarheim okkar bókavarðanna.
Ég verð nú reyndar að hryggja þig með því, Úlfhildur, að frumraun Þorsteins olli mér vissum vonbrigðum. Hann reyndi þar að drífa sögurnar áfram með svörtum húmor á svipuðum nótum og aðdáendur Fóstbræðraþáttanna þekkja af góðu einu. Hins vegar virðist hann hafa treyst of ríkulega á drifkraft fyndninnar því að sögurnar vantaði í heild einhvers konar undirlag og innsæi. Afleiðingin varð sú að allt varð meira í stíl við sápuóperu en góða og skemmtilega frásögn. En nóg um frumraunina Klór.
Nú kveður Þorsteinn sér hljóðs með Hundabókina, nýtt smásagnasafn. Eins og í Klór tengjast sögurnar á ákveðinn hátt þó að tengingin sé mun fyrirferðarminni í þessari bók. Að þessu sinni felst tengingin helst í því að í öllum sögunum er vísað til hunda. Lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um hverjar vísanirnar eru því að þær eru tíundaðar í stuttu máli fremst í bókinni.
Til að gera langa sögu stutta er óhætt að fullyrða að Hundabókin sé, þegar á heildina er litið, nokkuð stórt framfaraskref hjá rithöfundinum Þorsteini Guðmundssyni. Frásögn Þorsteins er liprari og miklu þéttari. Þrátt fyrir að hann trani húmornum ekki jafnmikið fram er hann samt alltaf undirliggjandi og kemst þannig oftar en ekki betur til skila.
Það er eins og bókin vinni á eftir því sem lengra dregur því að þrjár af síðustu fjórum sögunum finnst mér einna best heppnaðar. Ein þeirra er sögð út frá brenglaðri heimsmynd rónapars sem væflast um götur miðborgar Reykjavíkur. Í annarri segir frá manni sem á hviklyndan bróður, svo ekki sé meira sagt. Í þeirri þriðju fer húmoristinn Þorsteinn síðan á kostum þar sem hann dregur upp mynd af súkkulaðistráknum RabBa (með stóur B-i!) í kostulegum, greinaskilalausum vaðli upp á rúmar tuttugu blaðsíður.
Það er mun meiri ánægju að hafa af Hundabókinni en frumsmíðinni. Þorsteinn er efni í ágætan sagnamann og vonandi sýnir hann sömu framfarir í næstu bók og hann gerir í þessari.
Bestu kveðjur,
Sigurður
frá Úlfhildi Dagsdóttir
subject: Hundabókin, Þorsteinn Guðmundsson
ein spurning sem mig blóðlangar að koma á framfæri: eru eingin bókasöfn í þessari bók og afhverju hundar? (þetta eru reyndar tvær spurningar sé ég, sem mætti ummorða í eina, hefur bókasöfnum verið skipt út fyrir hunda og hversvegna? (eru enn tvær reyndar))
bestu kveðjur
úlfhildur
frá: Sigurði Ólafssyni
Já, það ber ekki á öðru en því að bókasöfnum hafi verið skipt út fyrir hunda. Ég sé ekki aðra skýringu á því í fljótu bragði en þá að Þorsteinn hafi viljað vegsama hæsta stig menningar með því að fjalla um Borgarbókasafnið, bæði stofnunina sem slíka og starfsmenn hennar, í fyrri bókinni. Nú vilji hann hins vegar venda kvæði sínu í kross og fara yfir í lágkúrulegra þema en hundar eru, eins allt upplýst fólk veit, ekki einu sinni alvöru dýr heldur uppræktuð tegund skoffína, eins og eldislaxar og sitthvað fleira. Eina tenging milli hunda og bókasafna sem við mér blasir er kona sem skrifar dónalegar bækur og fær skáldaleyfi til þess að koma með ýmsar skepnur, m.a. hunda, inn á háheilagt bókasafnið.
S
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Næturstaður eftir Sigurð Pálsson
[Gagnrýni í samtalsformi sem birtist á Kistunni]
Góðan daginn Sigurður. Nafni þinn Pálsson er best þekktur sem ljóðskáld, en hefur einnig starfað við leikhús og er menntaður í kvikmyndum. Fyrir nokkrum árum sneri hann sér svo að skáldsagnaskrifum og er Næturstaður hans þriðja skáldsaga. Og nú langar mig að vita hverskona saga þetta er, ber hún merki ljóð- og leikskáldsins? bestu kveðjur úlfhildur
Halló Úlfhildur.
Jú, það er ekki laust við að hún beri að minnsta kosti merki ljóðskáldsins. Að minnsta kosti er ljóðrænan áberandi í textanum. Reyndar verð ég að viðurkenna að Sigurði tókst að rugla mig svolítið, ómenntaðan manninn í bókmenntafræðum. Það var nefnilega þannig að mér fannst eiginlega nóg um ljóðrænuna, a.m.k. á köflum. Stundum er nefnilega talað um að ljóðskáld eigi svolítið erfitt með að svissa yfir í skáldsöguformið og þar af leiðandi hefur jafnvel bestu ljóðskáldum ekkert endilega tekist að búa til góðan prósa. Stundum finnst manni að Sigurður glími við þennan vanda, honum hætti til þess að tefja frásögnina með óþarfa textaflúri.
En nafna mínum Pálssyni er hins vegar ekki alls varnað því að þegar líða tók á lesturinn fannst mér eiginlega að hann hefði vippað þessum skreytingum öllum yfir á aðalpersónuna, þýðandann Reyni, sem á raun í mestu vandræðum með að þýða allt sitt líf yfir á einfalt og skiljanlegt mál. Ég er nú samt eiginlega farinn að gera höfundinn sjálfan ábyrgan aftur, sérstaklega eftir að ég gluggaði aftur í fyrstu skáldsögu Sigurðar, Parísarhjól, sem ég las fyrir nokkrum árum, mér bara til talsverðrar skemmtunar, ef ég man rétt. Þar er stíllinn nefnilega svipaður, þessi ljóðræna. Og þó. Ég veit það ekki.
En ég get að minnsta kosti sagt þér örlítið frá þessari bók. Við fáum að fylgjast með aðalpersónunni Reyni, sem fær tilefni til að vitja æskuslóða sinna eftir áralanga útlegð frá æskuslóðunum; hann er "farinn", eins og svo margir aðrir frá sögusviðinu, hálfgerðu eyðiþorpi einhvers staðar á Norðausturlandi. Fráfall föður hans kallar hann aftur til staðarins og hann fær kærkomið tækifæri til að glíma við fornar fylgjur sem hann flúði á sínum tíma.
Þrátt fyrir að hann hafi flúið sögusviðið hefur honum ekki tekist að flýja fortíðina. Sú mikla áhersla hans á að firra sig fortíðinni án þess að takast á við hana gerir það að verkum að hún stendur í stað; er sínálæg.
Hann er rótlaus frá upphafi, hefur ekki síður verið það í hinni smækkuðu heimsmynd þorpsins en í stórborginni á meginlandi Evrópu, þangað sem hann flúði. Hann er tökubarn, óviss um uppruna sinn og fannst hann þess vegna alltaf vera hálfvegis utangarðs í þorpssamfélaginu þar sem allir aðrir, eða flestir skulum við segja, gátu tengt sig einhverju og einhverjum.
Það er kannski best að segja að aðalpersónan, og um leið sögumaður, sé haldinn óró sem þjakar hann allt þar til að það verða nokkur hvörf með því að honum finnst að honum hafi tekist að loka hring sem hann hafði áður skilið eftir hálfopinn. Hins vegar er hætt við því að sú spennulosun reynist skammgóður vermir því að þó að við skiljum við sögumanninn í allnokkuð betra standi við lok sögunnar en í upphafi hennar er hætt við því að flest fari aftur í fyrra horf enda ótal önnur mál óleyst og meira að segja er vafamál að sú lausn sem fékkst hafi verið nokkur lausn.
Ætli ég segji þetta ekki bara gott af Næturstað. Þú segjir þá bara til ef þú vilt vita meira.
En nafni minn Pálsson virðist alla vega vera búinn að ryðja sína skáldsagnabraut án teljanlegra vandræða og héðan í frá leikur lítill vafi á því að honum er formið tamt þegar á heildina litið, raunar svo tamt að hann er þegar kominn í allra fremstu röð íslenskra skáldsagnahöfunda þó að hann sé væntanlega bara rétt að byrja.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Góðan daginn Sigurður. Nafni þinn Pálsson er best þekktur sem ljóðskáld, en hefur einnig starfað við leikhús og er menntaður í kvikmyndum. Fyrir nokkrum árum sneri hann sér svo að skáldsagnaskrifum og er Næturstaður hans þriðja skáldsaga. Og nú langar mig að vita hverskona saga þetta er, ber hún merki ljóð- og leikskáldsins? bestu kveðjur úlfhildur
Halló Úlfhildur.
Jú, það er ekki laust við að hún beri að minnsta kosti merki ljóðskáldsins. Að minnsta kosti er ljóðrænan áberandi í textanum. Reyndar verð ég að viðurkenna að Sigurði tókst að rugla mig svolítið, ómenntaðan manninn í bókmenntafræðum. Það var nefnilega þannig að mér fannst eiginlega nóg um ljóðrænuna, a.m.k. á köflum. Stundum er nefnilega talað um að ljóðskáld eigi svolítið erfitt með að svissa yfir í skáldsöguformið og þar af leiðandi hefur jafnvel bestu ljóðskáldum ekkert endilega tekist að búa til góðan prósa. Stundum finnst manni að Sigurður glími við þennan vanda, honum hætti til þess að tefja frásögnina með óþarfa textaflúri.
En nafna mínum Pálssyni er hins vegar ekki alls varnað því að þegar líða tók á lesturinn fannst mér eiginlega að hann hefði vippað þessum skreytingum öllum yfir á aðalpersónuna, þýðandann Reyni, sem á raun í mestu vandræðum með að þýða allt sitt líf yfir á einfalt og skiljanlegt mál. Ég er nú samt eiginlega farinn að gera höfundinn sjálfan ábyrgan aftur, sérstaklega eftir að ég gluggaði aftur í fyrstu skáldsögu Sigurðar, Parísarhjól, sem ég las fyrir nokkrum árum, mér bara til talsverðrar skemmtunar, ef ég man rétt. Þar er stíllinn nefnilega svipaður, þessi ljóðræna. Og þó. Ég veit það ekki.
En ég get að minnsta kosti sagt þér örlítið frá þessari bók. Við fáum að fylgjast með aðalpersónunni Reyni, sem fær tilefni til að vitja æskuslóða sinna eftir áralanga útlegð frá æskuslóðunum; hann er "farinn", eins og svo margir aðrir frá sögusviðinu, hálfgerðu eyðiþorpi einhvers staðar á Norðausturlandi. Fráfall föður hans kallar hann aftur til staðarins og hann fær kærkomið tækifæri til að glíma við fornar fylgjur sem hann flúði á sínum tíma.
Þrátt fyrir að hann hafi flúið sögusviðið hefur honum ekki tekist að flýja fortíðina. Sú mikla áhersla hans á að firra sig fortíðinni án þess að takast á við hana gerir það að verkum að hún stendur í stað; er sínálæg.
Hann er rótlaus frá upphafi, hefur ekki síður verið það í hinni smækkuðu heimsmynd þorpsins en í stórborginni á meginlandi Evrópu, þangað sem hann flúði. Hann er tökubarn, óviss um uppruna sinn og fannst hann þess vegna alltaf vera hálfvegis utangarðs í þorpssamfélaginu þar sem allir aðrir, eða flestir skulum við segja, gátu tengt sig einhverju og einhverjum.
Það er kannski best að segja að aðalpersónan, og um leið sögumaður, sé haldinn óró sem þjakar hann allt þar til að það verða nokkur hvörf með því að honum finnst að honum hafi tekist að loka hring sem hann hafði áður skilið eftir hálfopinn. Hins vegar er hætt við því að sú spennulosun reynist skammgóður vermir því að þó að við skiljum við sögumanninn í allnokkuð betra standi við lok sögunnar en í upphafi hennar er hætt við því að flest fari aftur í fyrra horf enda ótal önnur mál óleyst og meira að segja er vafamál að sú lausn sem fékkst hafi verið nokkur lausn.
Ætli ég segji þetta ekki bara gott af Næturstað. Þú segjir þá bara til ef þú vilt vita meira.
En nafni minn Pálsson virðist alla vega vera búinn að ryðja sína skáldsagnabraut án teljanlegra vandræða og héðan í frá leikur lítill vafi á því að honum er formið tamt þegar á heildina litið, raunar svo tamt að hann er þegar kominn í allra fremstu röð íslenskra skáldsagnahöfunda þó að hann sé væntanlega bara rétt að byrja.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur
[Bókaumfjöllun í samtalsformi sem birtist á Kistunni á sínum tíma]
Úlfhildur Dagsdóttir ritaði:
Halló Sigurður, Laxness árið byrjaði með bravúr, en nú síðari partinn hefur verið fremur hljótt um þennan ágæta höfund. Þangað til bók Auðar Jónsdóttur birtist. Hverskonar bók er þetta og hvernig leist þér á hana?
bestu kveðjur
úlfhildur
30. nóv. 2002
Subject: Skrýtnastur er maður sjálfur
Sigurður Ólafsson ritaði:
Já, Laxness gnæfir yfir sem fyrr. Meira að segja blessuð börnin sleppa ekki undan skugga skáldsins. Nú á að fræða yngsta fólkið um hinn stórmerka rithöfund og hver er betri til þess en sjálft afabarnið, rithöfundurinn Auður Jónsdóttir.
Ég neita því ekki að ég var spenntur þegar ég heyrði af þessu tiltæki enda er ég gamall Laxnessnörd síðan úr "Menntaskólanum" (svo nefna hrokafullir og óþolandi MR ingar skólann sinn). Þá tók ég lífið alvarlega og las Laxness mér til óbóta ásamt góðum vini mínum, upprennandi úngskáldi (með ú-i). Við fórum líka í spariföt á 95 ára afmæli skáldsins og skrópuðum í tíma (örugglega þýskutíma) og löbbuðum um Þingholtin og töluðum um hluti sem okkur fannst vera háfleygir. Við horfðum saman á svarthvíta sjónvarpsviðtalið sem Matthías átti við skáldjöfurinn einhvern tíma í denn og við örkuðum grafalvarlegir og svartklæddir til jarðarfarar meistarans í Kristskirkju. Ég var reyndar aðeins of seinn og stóð því bara fyrir utan - í tvo klukkutíma, svartklæddur og skjálfandi úr kulda. En það var allt í lagi. Hvað gerir maður ekki fyrir Laxness? Svo náðist ég líka á mynd í sjónvarpinu þegar að kistan var borin út. Ég veit það vegna þess að ég tók jarðarförina líka upp á vídeó og á spóluna örugglega enn þá. (Ég þekki reyndar fólk sem hefur horft á jarðarförina á hátíðarstundum, eins og á jólunum. Ég hef ekki gengið svo langt - ég er ekki alveg!)
Ef ég væri haldinn örlítilli sjálfsgagnrýni myndi ég átta mig á því að ég var (og er kannski enn þá) þungt haldinn þeirri skefjalausu Laxnessdýrkun sem að viðgengst í íslensku samfélagi. Allt sem skáldið snerti er orðið að gulli og allt sem það hefur sagt og skrifað er rétt og þeir sem töluðu á móti honum eru allir sagðir hafa verið svolitlir kjánar. Engum dettur annað í hug. Kannski kemur að því einn daginn, eða eitt árið, að fólk fer að nálgast Halldór á hlutlægari hátt. Hins vegar bólar enn sem komið er lítið sem ekkert á slíku. Það er auðvitað slæmt enda er engum greiði gerður, og Laxness síst sjálfum, með hetjuímyndinni sem umlykur hann.
Barnabók Auðar Jónsdóttur er því miður að miklu leyti þessum sama hetjukennda annmarka háð. Nálgunin þar getur því miður hvorki talist nýstárleg né frumleg. Sumir myndu kannski segja að óþarfi væri að gera kröfur til einhverra byltinga í viðhorfum í barnabók þar sem efnið er einfaldað og skýrt. Þau rök mega sín hins vegar lítils enda á ekkert að gera minni kröfur til barnabóka en annarra bóka.
Það eru auðvitað til fjölmargar leiðir til þess að setja fram líf og störf Halldórs Laxness fyrir börn. Auður velur að leggja áherslu á uppvöxt og æsku skáldsins og hvernig það kom til að Dóri litli frá Laxnesi varð að rithöfundinum fræga Halldóri Kiljan Laxness. Inn í frásögnina fléttar hún síðan skýringar og vangaveltur tengdar ýmsu sem kann að vera óljóst ungum lesendum svo og auðvitað skemmtilegum sögum af kynnum þeirra langfeðgina og persónulegu sjónarhorni á afa sinn.
Auður hefði að ósekju mátt gera tengslum sínum við afa sinn hærra undir höfði. Sú nálgun hefði um margt verið athyglisverðari og heppilegri. Ég á meira að segja von á því að markhópur bókarinnar sé mér að nokkru leyti sammála þó að erfitt sé vitanlega að slá slíku föstu. Þar bregður höfundur nefnilega einna helst nýstárlegri mynd upp af Halldór Laxness í oft alveg bráðskemmtilegum og athyglisverðum smásögum af ýmsum hversdagslegum samskiptum skáldsins og þeirra sem næst honum stóðu.
Skýtnastur er maður sjálfur er annars ágætlega heppnuð kynning á skáldinu og verður kannski til þess að ala upp nýja Laxnessnörda sem spígspora spariklæddir um Þingholtin, kannski á 110 ára afmæli þess.
kveðjur,
S.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Úlfhildur Dagsdóttir ritaði:
Halló Sigurður, Laxness árið byrjaði með bravúr, en nú síðari partinn hefur verið fremur hljótt um þennan ágæta höfund. Þangað til bók Auðar Jónsdóttur birtist. Hverskonar bók er þetta og hvernig leist þér á hana?
bestu kveðjur
úlfhildur
30. nóv. 2002
Subject: Skrýtnastur er maður sjálfur
Sigurður Ólafsson ritaði:
Já, Laxness gnæfir yfir sem fyrr. Meira að segja blessuð börnin sleppa ekki undan skugga skáldsins. Nú á að fræða yngsta fólkið um hinn stórmerka rithöfund og hver er betri til þess en sjálft afabarnið, rithöfundurinn Auður Jónsdóttir.
Ég neita því ekki að ég var spenntur þegar ég heyrði af þessu tiltæki enda er ég gamall Laxnessnörd síðan úr "Menntaskólanum" (svo nefna hrokafullir og óþolandi MR ingar skólann sinn). Þá tók ég lífið alvarlega og las Laxness mér til óbóta ásamt góðum vini mínum, upprennandi úngskáldi (með ú-i). Við fórum líka í spariföt á 95 ára afmæli skáldsins og skrópuðum í tíma (örugglega þýskutíma) og löbbuðum um Þingholtin og töluðum um hluti sem okkur fannst vera háfleygir. Við horfðum saman á svarthvíta sjónvarpsviðtalið sem Matthías átti við skáldjöfurinn einhvern tíma í denn og við örkuðum grafalvarlegir og svartklæddir til jarðarfarar meistarans í Kristskirkju. Ég var reyndar aðeins of seinn og stóð því bara fyrir utan - í tvo klukkutíma, svartklæddur og skjálfandi úr kulda. En það var allt í lagi. Hvað gerir maður ekki fyrir Laxness? Svo náðist ég líka á mynd í sjónvarpinu þegar að kistan var borin út. Ég veit það vegna þess að ég tók jarðarförina líka upp á vídeó og á spóluna örugglega enn þá. (Ég þekki reyndar fólk sem hefur horft á jarðarförina á hátíðarstundum, eins og á jólunum. Ég hef ekki gengið svo langt - ég er ekki alveg!)
Ef ég væri haldinn örlítilli sjálfsgagnrýni myndi ég átta mig á því að ég var (og er kannski enn þá) þungt haldinn þeirri skefjalausu Laxnessdýrkun sem að viðgengst í íslensku samfélagi. Allt sem skáldið snerti er orðið að gulli og allt sem það hefur sagt og skrifað er rétt og þeir sem töluðu á móti honum eru allir sagðir hafa verið svolitlir kjánar. Engum dettur annað í hug. Kannski kemur að því einn daginn, eða eitt árið, að fólk fer að nálgast Halldór á hlutlægari hátt. Hins vegar bólar enn sem komið er lítið sem ekkert á slíku. Það er auðvitað slæmt enda er engum greiði gerður, og Laxness síst sjálfum, með hetjuímyndinni sem umlykur hann.
Barnabók Auðar Jónsdóttur er því miður að miklu leyti þessum sama hetjukennda annmarka háð. Nálgunin þar getur því miður hvorki talist nýstárleg né frumleg. Sumir myndu kannski segja að óþarfi væri að gera kröfur til einhverra byltinga í viðhorfum í barnabók þar sem efnið er einfaldað og skýrt. Þau rök mega sín hins vegar lítils enda á ekkert að gera minni kröfur til barnabóka en annarra bóka.
Það eru auðvitað til fjölmargar leiðir til þess að setja fram líf og störf Halldórs Laxness fyrir börn. Auður velur að leggja áherslu á uppvöxt og æsku skáldsins og hvernig það kom til að Dóri litli frá Laxnesi varð að rithöfundinum fræga Halldóri Kiljan Laxness. Inn í frásögnina fléttar hún síðan skýringar og vangaveltur tengdar ýmsu sem kann að vera óljóst ungum lesendum svo og auðvitað skemmtilegum sögum af kynnum þeirra langfeðgina og persónulegu sjónarhorni á afa sinn.
Auður hefði að ósekju mátt gera tengslum sínum við afa sinn hærra undir höfði. Sú nálgun hefði um margt verið athyglisverðari og heppilegri. Ég á meira að segja von á því að markhópur bókarinnar sé mér að nokkru leyti sammála þó að erfitt sé vitanlega að slá slíku föstu. Þar bregður höfundur nefnilega einna helst nýstárlegri mynd upp af Halldór Laxness í oft alveg bráðskemmtilegum og athyglisverðum smásögum af ýmsum hversdagslegum samskiptum skáldsins og þeirra sem næst honum stóðu.
Skýtnastur er maður sjálfur er annars ágætlega heppnuð kynning á skáldinu og verður kannski til þess að ala upp nýja Laxnessnörda sem spígspora spariklæddir um Þingholtin, kannski á 110 ára afmæli þess.
kveðjur,
S.
(Birtist á Kistunni í nóvember 2002)
Vaknað í Brussel eftir Betu
Það afreka ekki margar bækur það að hleypa af stað hatrömmum deilum áður en þær koma út. Það tókst nú samt bók Elísabetar Ólafsdóttur (Betu rokk), Vaknað í Brussel. Deiluefnið er gamalkunnt; sjónarmið markaðslögmálanna gegn hinum listrænu gildum. Bilið milli markaðarins og listarinnar eru hins vegar yfirleitt frekar illgreinanleg. Flestir þeir sem gera út á markaðinn í sköpun sinni hljóta að hafa nokkurn listrænan metnað. Að sama skapi vilja þeir sem hafa listina yfir og allt um kring væntanlega líka að verk þeirra veki athygli og breiðist út (þó þeim þyki kannski fínt að halda öðru fram).
Það má auðvitað teygja það og toga hve markaðssjónarmið réðu miklu þegar forleggjarinn Kristján B. Jónasson ákvað að veðja á hina óreyndu Elísabetu í stað einhverra virtari og eldri höfunda. Sjálfsagt hafa þau ráðið þó nokkru enda hefur hann dæmin fyrir sér sem hálfgerður guðfaðir skáldsögunnar Dís sem þrjár stelpur skrifuðu saman sumarið 2000. Þeirri bók var frábærlega tekið; mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega yfir henni, háar upphæðir voru greiddar fyrir útgáfuréttinn erlendis og kvikmyndun á sögunni er í burðarliðnum.
Vaknað í Brussel er að vissu leyti í sama anda og er allt eins líkleg til að ganga í augun á ungum íslenskum lesendum og útlendir bókaútgefendur hljóta eins að gefa bók gaum sem fjallar einmitt um það sem er svo flott og töff við Ísland – íslenska djammara og Björk.
Um bókina sjálfa má það segja að þar er dregin upp svo gott sem dagsönn mynd af lífi og viðhorfi ungra og skemmtanaglaðra Íslendinga. Höfundur þarf ekki að setja sig í stellingar og reyna að "ná til unga fólksins" með ótruverðugum og ýktum persónulýsingum og tilbúningi á einhverju "ýkt"-unglingamáli sem enginn kannast við. Málfarið er þess í stað það sem ungu fólki er eðlilegt og tamt án þess að á því sé vakin sérstök athygli (engar tilgerðarlegar neðanmálsgreinar með skýringum fylgja, eins og í Dís).
Vaknað í Brussel er ekkert stórvirki í íslenskri bókmenntasögu. Hún er bara það sem hún gefur sig út fyrir að vera – lífleg skemmtisaga um unga og óráðna djammara. Svo er bara að sjá hvort að hinn naski útgefandi Kristján B. Jónasson heldur áfram að unga út ungum og frískum pennum næstu árin.
(Birtist á Bókmenntavefnum í desember 2002)
Það má auðvitað teygja það og toga hve markaðssjónarmið réðu miklu þegar forleggjarinn Kristján B. Jónasson ákvað að veðja á hina óreyndu Elísabetu í stað einhverra virtari og eldri höfunda. Sjálfsagt hafa þau ráðið þó nokkru enda hefur hann dæmin fyrir sér sem hálfgerður guðfaðir skáldsögunnar Dís sem þrjár stelpur skrifuðu saman sumarið 2000. Þeirri bók var frábærlega tekið; mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega yfir henni, háar upphæðir voru greiddar fyrir útgáfuréttinn erlendis og kvikmyndun á sögunni er í burðarliðnum.
Vaknað í Brussel er að vissu leyti í sama anda og er allt eins líkleg til að ganga í augun á ungum íslenskum lesendum og útlendir bókaútgefendur hljóta eins að gefa bók gaum sem fjallar einmitt um það sem er svo flott og töff við Ísland – íslenska djammara og Björk.
Um bókina sjálfa má það segja að þar er dregin upp svo gott sem dagsönn mynd af lífi og viðhorfi ungra og skemmtanaglaðra Íslendinga. Höfundur þarf ekki að setja sig í stellingar og reyna að "ná til unga fólksins" með ótruverðugum og ýktum persónulýsingum og tilbúningi á einhverju "ýkt"-unglingamáli sem enginn kannast við. Málfarið er þess í stað það sem ungu fólki er eðlilegt og tamt án þess að á því sé vakin sérstök athygli (engar tilgerðarlegar neðanmálsgreinar með skýringum fylgja, eins og í Dís).
Vaknað í Brussel er ekkert stórvirki í íslenskri bókmenntasögu. Hún er bara það sem hún gefur sig út fyrir að vera – lífleg skemmtisaga um unga og óráðna djammara. Svo er bara að sjá hvort að hinn naski útgefandi Kristján B. Jónasson heldur áfram að unga út ungum og frískum pennum næstu árin.
(Birtist á Bókmenntavefnum í desember 2002)
Portnoys Complaint eftir Philip Roth
Sjálfsagt hafa fáir bandarískir rithöfundar hreyft meira við teprulegum löndum sínum en hinn aldni Philip Roth. Hann hefur verið iðinn við að hneyksla fólk allt frá því að hann sendi frá sér sína fyrstu bók Goodbye, Columbus 1959. Reyndar má segja að gagnrýnin þá hafi einkum komið úr hans eigin ranni. Gyðingar voru nefnilega margir hverjir vægast sagt lítt hrifnir af myndinni sem Roth, trúbróðir þeirra, dró upp af gyðingdómnum og samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum.
En Roth lét svo sannarlega ekki segjast og stórjók skothríðina á „fólkið sitt” og þeirra gildi eftir því sem árin liðu. Fyrir mörgum nær þessi hvassa gagnrýni sjálfsagt hámarki í umtöluðustu bók Roths Portnoys Complaint sem kom út 1969. Þar má segja að hann fái eina alls herjar útrás þegar hann sprengir utan af sér hin íhaldssömu og þvingandi gildi gyðingdómsins. Útkoman er heljarinnar mikil einræða Alexanders Portnoys, aðalsögupersónunnar. Það veður á Portnoy, hann lætur allt flakka og er sérstaklega upptekinn af því sem litið var hornauga en kraumaði samt undir niðri í uppvexti hans.
Kynhvötin og allt sem henni tengist er sérstaklega fyrirferðarmikil í allri frásögninni þar sem Roth deilir á hræsnina og tvöfeldnina í hinu „púritanska” bandaríska samfélagi þar sem ofuráhersla á siðavendni borgaranna brýst út í hömluleysi undir niðri. Aðdáendur kvikmyndaleikstjórans Woody Allen munu sjá eitt og annað sameiginlegt með verkum þeirra Roths enda eru viðbrögð við hinum íhaldssömu gildum Gyðingdómsins sem haldið var að þeim í æsku áberandi leiðarstef í verkum beggja.
Lesendur nútímans fjargviðrast varla jafnmikið yfir klúrum lýsingunum og orðbragðinu og þeir gerðu þegar bókin kom út enda hefur margt þokast í frjálsræðisátt síðan. Eftir stendur hins vegar vitundarflæðið allt saman hjá Alexander Portnoy sem kannski má að einhverju leyti líkja við þeysireiðir Hlyns Bjarnar í 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason.
Aðeins ein bók eftir Philip Roth hefur verið þýdd á íslensku. Það er fyrrnefnd Goodbye, Columbus sem Rúnar Helgi Vignisson þýddi og nefndi Vertu sæll, Kólumbus. Þýðingunni fylgir prýðisgóður eftirmáli Rúnars Helga um höfundinn og verk hans.
(Birtist á Bókmenntavefnum í september 2002)
En Roth lét svo sannarlega ekki segjast og stórjók skothríðina á „fólkið sitt” og þeirra gildi eftir því sem árin liðu. Fyrir mörgum nær þessi hvassa gagnrýni sjálfsagt hámarki í umtöluðustu bók Roths Portnoys Complaint sem kom út 1969. Þar má segja að hann fái eina alls herjar útrás þegar hann sprengir utan af sér hin íhaldssömu og þvingandi gildi gyðingdómsins. Útkoman er heljarinnar mikil einræða Alexanders Portnoys, aðalsögupersónunnar. Það veður á Portnoy, hann lætur allt flakka og er sérstaklega upptekinn af því sem litið var hornauga en kraumaði samt undir niðri í uppvexti hans.
Kynhvötin og allt sem henni tengist er sérstaklega fyrirferðarmikil í allri frásögninni þar sem Roth deilir á hræsnina og tvöfeldnina í hinu „púritanska” bandaríska samfélagi þar sem ofuráhersla á siðavendni borgaranna brýst út í hömluleysi undir niðri. Aðdáendur kvikmyndaleikstjórans Woody Allen munu sjá eitt og annað sameiginlegt með verkum þeirra Roths enda eru viðbrögð við hinum íhaldssömu gildum Gyðingdómsins sem haldið var að þeim í æsku áberandi leiðarstef í verkum beggja.
Lesendur nútímans fjargviðrast varla jafnmikið yfir klúrum lýsingunum og orðbragðinu og þeir gerðu þegar bókin kom út enda hefur margt þokast í frjálsræðisátt síðan. Eftir stendur hins vegar vitundarflæðið allt saman hjá Alexander Portnoy sem kannski má að einhverju leyti líkja við þeysireiðir Hlyns Bjarnar í 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason.
Aðeins ein bók eftir Philip Roth hefur verið þýdd á íslensku. Það er fyrrnefnd Goodbye, Columbus sem Rúnar Helgi Vignisson þýddi og nefndi Vertu sæll, Kólumbus. Þýðingunni fylgir prýðisgóður eftirmáli Rúnars Helga um höfundinn og verk hans.
(Birtist á Bókmenntavefnum í september 2002)
Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson
Það er allt of fátítt að út komi bækur þar sem kafað er ofan í einstaka þætti íslenskrar stjórnmálasögu síðari ára út frá fræðilegu sjónarmiði. Það fáa sem fram kemur af þessu fræðilega efni er því eðlilega afar kærkomið.
Það á til dæmis við um rannsóknir Vals Ingimundarsonar sagnfræðings sem komu út í tveimur ritum 1996 og 2001 og fjalla um samskipti Íslands annars vegar og Bandaríkjanna og NATO hins vegar á árunum frá 1945-1974. Síðari bókin er sú sem hér er til umfjöllunar. Hún nefnist Uppgjör við umheiminn. Samskipti Íslands, Bandaríkjanna og NATO 1960-1974. Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan og í henni er haldið áfram þar sem frá var horfið með fyrri bókinni.
Óhætt er að segja að Valur hafi víða leitað fanga til að varpa eins skýru ljósi og honum er unnt á hið afmarkaða tímabil í Uppgjöri við umheiminn. Þar er honum sýnilega mestur fengur í nýlega opinberuðum gögnum frá sögutímanum, einkum úr bandarískum skjalasöfnum. Í þeim rekja þarlendir embættismenn, einkum sendiherrar Bandaríkjanna á Íslandi, samskipti þjóðanna og hina pólitísku stöðu hverju sinni. Gögnin sýna fram á allt baktjaldamakkið sem iðulega lá að baki mörgum ákvarðananna og hversu mikilvægt það var valdhöfum að láta allt falla vel að almenningsálitinu.
Átökin bak við tjöldin verða sérstaklega áberandi á tímabili vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971-74. Í bandarískum skjölum (og raunar víðar) frá þeim tíma kristallast sú togstreita sem varð þegar að aðilar innan stjórnarinnar reyndu að koma sér hjá því í lengstu lög að fara eftir róttækum grundvallaratriðum stjórnarsáttmálans og vinna jafnvel gegn ákvæðum hans. Þessi róttæku grundvallaratriði voru þau helst að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og að vinna að brottför varnarliðsins á kjörtímabilinu.
Vandamálið við ákvæðið um brottför varnarliðsins var það að hugur fylgdi alls ekki máli hjá Framsóknarmönnum í stjórninni, auk þess sem sumir fulltrúar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna áttu eftir að hvika þegar að á reyndi. Framsóknarmaðurinn Einar Ágústsson utanríkisráðherra vann gegn stefnu stjórnarinnar í varnarmálum frá fyrsta degi sínum í embætti í góðri samvinnu við Bandaríkjamenn. Sama sinnis var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. Þeir léku þessum tveimur skjöldum til að reyna að sætta allar raddir, ekki aðeins meðal ólíkra afla innan ríkisstjórnarinnar heldur ekki síður innan Framsóknarflokksins sjálfs sem var á barmi klofnings, einkum vegna afstöðunnar til varna Íslands.
Í allri þessari flóknu atburðarás verður hamagangurinn á bak við tjöldin oft svo mikill og ráðabruggið þvílíkt að stundum er engu er líkara en að lesandinn sé með vel plottaðan reyfara í höndunum en ekki lýsingu á stjórnmálaástandinu á Íslandi á öndverðum áttunda áratugnum. Uppgjör við umheiminn er því ekki bara vandað og upplýsandi fræðirit heldur einnig hörkuspennandi lesning.
Í niðurstöðum bókarinnar veltir Valur síðan ýmsum spurningum og kenningum fyrir sér út frá efni bókarinnar. Ýmislegt er þar athyglisvert. Þar má nefna þá fullyrðingu hans að þorskastríðin milli Íslendinga og Breta á áttunda áratugnum afsanni þá margfrægu kenningu að lýðræðisþjóðir lendi ekki í stríðsátökum sín á milli. Nokkrir hafa gagnrýnt þessa túlkun Vals. Þeir segja að þorskastríðin styðji þvert á móti við bakið á kenningunni um friðsamleg samskipti lýðræðisþjóða þar sem Bretar hefðu beytt nauðsynlegum hernaðarlegum þunga og unnið fullnaðarsigur á örskömmum tíma ef um raunveruleg stríðsátök hefði verið að ræða.
Þessi viðhorf fá byr undir báða vængi þegar litið er til rannsókna sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur leggur nú stund á og fjallað var um í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu. Þar byggir Guðni á nýlega opinberuðum breskum skjölum frá tímum þorskastríðanna á áttunda áratugnum. Í þeim koma m.a. fram tillögur breska sjóhersins og varnarmálaráðuneytisins um að beita fullri hörku á Íslandsmiðum með skjótan og öruggan sigur að markmiði.
Mótbárur úr öðrum áttum, einkum úr breska utanríkisráðuneytinu, vógu hins vegar þyngra. Þar á bæ var bent á að halda yrði átökum í skefjum til að stefna aðild Íslands að NATO og varnarsamningi þess við Bandaríkin ekki í voða. Það verður því ekki annað séð en að Bretum hafi verið nokkuð í mun að fara gætilegar að samstarfsþjóð sinni en til dæmis einræðisríkinu Argentínu nokkrum árum síðar í Falklandseyjastríðinu.
Svona vangaveltur vakna eðlilega til hér og þar við lestur ítarlegrar og gaumgæfðrar krufningar Vals. Enda má segja að jafnvel æskilegra sé að niðurstöður rannsókna veki upp áleitnar spurningar en að þær myndist við að veita endanleg svör. Umfjöllunin um eitt stormasamasta tímabil íslenskrar stjórnmálasögu er því vitanlega ekki til lykta leidd í Uppgjöri við umheiminn.
(Birtist á Sellunni og á Bókmenntavefnum í apríl 2003)
Það á til dæmis við um rannsóknir Vals Ingimundarsonar sagnfræðings sem komu út í tveimur ritum 1996 og 2001 og fjalla um samskipti Íslands annars vegar og Bandaríkjanna og NATO hins vegar á árunum frá 1945-1974. Síðari bókin er sú sem hér er til umfjöllunar. Hún nefnist Uppgjör við umheiminn. Samskipti Íslands, Bandaríkjanna og NATO 1960-1974. Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan og í henni er haldið áfram þar sem frá var horfið með fyrri bókinni.
Óhætt er að segja að Valur hafi víða leitað fanga til að varpa eins skýru ljósi og honum er unnt á hið afmarkaða tímabil í Uppgjöri við umheiminn. Þar er honum sýnilega mestur fengur í nýlega opinberuðum gögnum frá sögutímanum, einkum úr bandarískum skjalasöfnum. Í þeim rekja þarlendir embættismenn, einkum sendiherrar Bandaríkjanna á Íslandi, samskipti þjóðanna og hina pólitísku stöðu hverju sinni. Gögnin sýna fram á allt baktjaldamakkið sem iðulega lá að baki mörgum ákvarðananna og hversu mikilvægt það var valdhöfum að láta allt falla vel að almenningsálitinu.
Átökin bak við tjöldin verða sérstaklega áberandi á tímabili vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971-74. Í bandarískum skjölum (og raunar víðar) frá þeim tíma kristallast sú togstreita sem varð þegar að aðilar innan stjórnarinnar reyndu að koma sér hjá því í lengstu lög að fara eftir róttækum grundvallaratriðum stjórnarsáttmálans og vinna jafnvel gegn ákvæðum hans. Þessi róttæku grundvallaratriði voru þau helst að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og að vinna að brottför varnarliðsins á kjörtímabilinu.
Vandamálið við ákvæðið um brottför varnarliðsins var það að hugur fylgdi alls ekki máli hjá Framsóknarmönnum í stjórninni, auk þess sem sumir fulltrúar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna áttu eftir að hvika þegar að á reyndi. Framsóknarmaðurinn Einar Ágústsson utanríkisráðherra vann gegn stefnu stjórnarinnar í varnarmálum frá fyrsta degi sínum í embætti í góðri samvinnu við Bandaríkjamenn. Sama sinnis var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. Þeir léku þessum tveimur skjöldum til að reyna að sætta allar raddir, ekki aðeins meðal ólíkra afla innan ríkisstjórnarinnar heldur ekki síður innan Framsóknarflokksins sjálfs sem var á barmi klofnings, einkum vegna afstöðunnar til varna Íslands.
Í allri þessari flóknu atburðarás verður hamagangurinn á bak við tjöldin oft svo mikill og ráðabruggið þvílíkt að stundum er engu er líkara en að lesandinn sé með vel plottaðan reyfara í höndunum en ekki lýsingu á stjórnmálaástandinu á Íslandi á öndverðum áttunda áratugnum. Uppgjör við umheiminn er því ekki bara vandað og upplýsandi fræðirit heldur einnig hörkuspennandi lesning.
Í niðurstöðum bókarinnar veltir Valur síðan ýmsum spurningum og kenningum fyrir sér út frá efni bókarinnar. Ýmislegt er þar athyglisvert. Þar má nefna þá fullyrðingu hans að þorskastríðin milli Íslendinga og Breta á áttunda áratugnum afsanni þá margfrægu kenningu að lýðræðisþjóðir lendi ekki í stríðsátökum sín á milli. Nokkrir hafa gagnrýnt þessa túlkun Vals. Þeir segja að þorskastríðin styðji þvert á móti við bakið á kenningunni um friðsamleg samskipti lýðræðisþjóða þar sem Bretar hefðu beytt nauðsynlegum hernaðarlegum þunga og unnið fullnaðarsigur á örskömmum tíma ef um raunveruleg stríðsátök hefði verið að ræða.
Þessi viðhorf fá byr undir báða vængi þegar litið er til rannsókna sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur leggur nú stund á og fjallað var um í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu. Þar byggir Guðni á nýlega opinberuðum breskum skjölum frá tímum þorskastríðanna á áttunda áratugnum. Í þeim koma m.a. fram tillögur breska sjóhersins og varnarmálaráðuneytisins um að beita fullri hörku á Íslandsmiðum með skjótan og öruggan sigur að markmiði.
Mótbárur úr öðrum áttum, einkum úr breska utanríkisráðuneytinu, vógu hins vegar þyngra. Þar á bæ var bent á að halda yrði átökum í skefjum til að stefna aðild Íslands að NATO og varnarsamningi þess við Bandaríkin ekki í voða. Það verður því ekki annað séð en að Bretum hafi verið nokkuð í mun að fara gætilegar að samstarfsþjóð sinni en til dæmis einræðisríkinu Argentínu nokkrum árum síðar í Falklandseyjastríðinu.
Svona vangaveltur vakna eðlilega til hér og þar við lestur ítarlegrar og gaumgæfðrar krufningar Vals. Enda má segja að jafnvel æskilegra sé að niðurstöður rannsókna veki upp áleitnar spurningar en að þær myndist við að veita endanleg svör. Umfjöllunin um eitt stormasamasta tímabil íslenskrar stjórnmálasögu er því vitanlega ekki til lykta leidd í Uppgjöri við umheiminn.
(Birtist á Sellunni og á Bókmenntavefnum í apríl 2003)
Pinochet in Piccadilly eftir Andy Beckett
Þeir voru ófáir sem glöddust innilega þegar fréttir bárust af því í október 1998 að Augusto Pinochet, alræmdur fyrrum einræðisherra í Chile, hefði verið handtekinn í London og ætti yfir höfði sér ákæru fyrir glæpi gegn mannkyni. Draumurinn um að Baltasar Garcon, spænski dómarinn og hugsjónamaðurinn, fengi að segja herforingjanum ósvífna til syndanna virtist innan seilingar. Ekkert varð hins vegar úr neinu, Blair-stjórnin guggnaði að lokum á öllu saman og Pinochet var sendur heim eftir að hafa verið í stofufangelsi í tæplega eitt og hálft ár. Ástæðan var bágt heilsufar en um það var að sjálfsögðu deilt enda virtist gamli einræðisherrann furðulega fljótur að ná sér af öllum sínum krankleikum um leið og hann var kominn út úr breskri lofthelgi.
Fyrir skömmu rak á fjörur mínar bókina Pinochet in Piccadilly eftir breska blaðamanninn Andy Beckett. Af bókarlýsingu mátti skilja að í henni væri farið ofan í saumana á forsögu handtökunnar á Pinochet og tengslum hennar við hið mikla samband sem verið hefur á milli Chile og Breska heimsveldisins gegnum aldirnar. Ég hóf því lesturinn spenntur og bjóst við að verða fróðari um alla þá forsögu og málavöxtu sem leiddu að lokum til handtökunnar.
Eftir því sem á bókina leið gerðist ég hins vegar æ langeygari eftir því sem ég var að leita að. Stundum fannst mér ég hreinlega vera að lesa ritgerð eftir óreyndan námsmann sem ekki hefur tamið sér þá kúnst að takmarka umföllun sína við efnið sem liggur til grundvallar. Höfundurinn eyddi þannig miklu púðri og mörgum blaðsíðum í að rekja í þaula hernaðarleiðangra undir stjórn skoskrar þjóðhetju Chilebúa sem frelsaði þá undan Spánverjum á öndverðri 19. öld, viðskiptaveldi Englendings sem sölsaði undir sig verðmætar nítratnámur í Chile í lok 19. aldar og þátttöku Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í sjálfboðaliðastarfi í Chile á sjöunda áratugnum. Allt saman athyglisvert út af fyrir sig en allt of sjaldan í samhengi við Pinochet, handtökuna eða bara nokkurn skapaðan hlut.
Ég las reyndar þolinmóður áfram og var að vona að allir þessir útúrdúrar myndu renna saman undir lokin og mynda eina heild en ekkert gerðist. Ekki þar með sagt að margt fróðlegt hafi ekki komið fram. Það er til dæmis mjög athyglisvert að lesa um það hversu dyggilega breskir íhaldsmenn hafa ætíð staðið við bakið á Pinochet sínum (ekki síður nú en í stjórnartíð hans) og hvernig þeir reyna að gera lítið úr þeim skelfilegu voðaverkum sem framin voru í stjórnartíð herforingjans.
En eftir sem áður var það aðalatriðið sem vantaði: Handtaka Pinochet og öll sú atburðarás. Aðeins í lok bókarinnar er komið þar að og þá á því hundavaði sem betur hefði átt við þegar raktar voru sjóorrustur við Chilestrandir fyrir tvöhundruð árum eða bresk-chileönsk viðskiptatengsl fyrir hundrað árum. Lítið sem ekkert var talað um aðdraganda ákæranna frá spænska dómaranum Baltasar Garcon, lítið sem ekkert farið yfir það fyrir hvað var ákært og svo mætti áfram telja. Og allt í einu er Pinochet bara laus úr haldi og floginn úr landi og maður er litlu nær.
Útkoman veldur því vonbrigðum. Of lausbundin efnistök og allt of lítið vikið að kjarna málsins. Áhugafólk um gjörðir harðstjórans Pinochet og tilraunir réttsýns fólks til að hafa hendur í hári honum verður því að leita annað eftir betri og hnitmiðaðri heimildum.
(Birtist á Bókmenntavefnum og Sellunni í júní 2003)
Fyrir skömmu rak á fjörur mínar bókina Pinochet in Piccadilly eftir breska blaðamanninn Andy Beckett. Af bókarlýsingu mátti skilja að í henni væri farið ofan í saumana á forsögu handtökunnar á Pinochet og tengslum hennar við hið mikla samband sem verið hefur á milli Chile og Breska heimsveldisins gegnum aldirnar. Ég hóf því lesturinn spenntur og bjóst við að verða fróðari um alla þá forsögu og málavöxtu sem leiddu að lokum til handtökunnar.
Eftir því sem á bókina leið gerðist ég hins vegar æ langeygari eftir því sem ég var að leita að. Stundum fannst mér ég hreinlega vera að lesa ritgerð eftir óreyndan námsmann sem ekki hefur tamið sér þá kúnst að takmarka umföllun sína við efnið sem liggur til grundvallar. Höfundurinn eyddi þannig miklu púðri og mörgum blaðsíðum í að rekja í þaula hernaðarleiðangra undir stjórn skoskrar þjóðhetju Chilebúa sem frelsaði þá undan Spánverjum á öndverðri 19. öld, viðskiptaveldi Englendings sem sölsaði undir sig verðmætar nítratnámur í Chile í lok 19. aldar og þátttöku Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í sjálfboðaliðastarfi í Chile á sjöunda áratugnum. Allt saman athyglisvert út af fyrir sig en allt of sjaldan í samhengi við Pinochet, handtökuna eða bara nokkurn skapaðan hlut.
Ég las reyndar þolinmóður áfram og var að vona að allir þessir útúrdúrar myndu renna saman undir lokin og mynda eina heild en ekkert gerðist. Ekki þar með sagt að margt fróðlegt hafi ekki komið fram. Það er til dæmis mjög athyglisvert að lesa um það hversu dyggilega breskir íhaldsmenn hafa ætíð staðið við bakið á Pinochet sínum (ekki síður nú en í stjórnartíð hans) og hvernig þeir reyna að gera lítið úr þeim skelfilegu voðaverkum sem framin voru í stjórnartíð herforingjans.
En eftir sem áður var það aðalatriðið sem vantaði: Handtaka Pinochet og öll sú atburðarás. Aðeins í lok bókarinnar er komið þar að og þá á því hundavaði sem betur hefði átt við þegar raktar voru sjóorrustur við Chilestrandir fyrir tvöhundruð árum eða bresk-chileönsk viðskiptatengsl fyrir hundrað árum. Lítið sem ekkert var talað um aðdraganda ákæranna frá spænska dómaranum Baltasar Garcon, lítið sem ekkert farið yfir það fyrir hvað var ákært og svo mætti áfram telja. Og allt í einu er Pinochet bara laus úr haldi og floginn úr landi og maður er litlu nær.
Útkoman veldur því vonbrigðum. Of lausbundin efnistök og allt of lítið vikið að kjarna málsins. Áhugafólk um gjörðir harðstjórans Pinochet og tilraunir réttsýns fólks til að hafa hendur í hári honum verður því að leita annað eftir betri og hnitmiðaðri heimildum.
(Birtist á Bókmenntavefnum og Sellunni í júní 2003)
Bóksalinn frá Kabúl eftir Åsne Seierstad
Það kom Åsne Seierstad öllum hinum vestrænu blaðamönnunum í Afganistan skemmtilega á óvart að finna vel búna bókabúð í menningarauðninni Kabúl þar sem talíbanar höfðu annars náð að dauðhreinsa burt alla framför mannkyns síðastliðin 1500 ár eða svo, og jafnvel lengra aftur.
Vertinn í búðinni vissi líka sínu viti, gat spjallað um heimsbókmenntirnar við kúnnana af ástríðu og var talsmaður framfara og frelsis í landi sínu. Seierstad hrósaði happi og fékk þá ágætu hugmynd að skrifa sögu um þennan lærða mann og fjölskyldu hans. Hún flutti inn á heimili hans og varð eins konar fluga á vegg um nokkurra mánaða skeið.
Eftir því sem á dvölina leið rann ljóminn hins vegar smám saman af hinum framfarasinnaða bóksala. Hann reyndist vera litlu skárri en flestir landar hans sem lifa eftir fornaldarlegum siðareglum og viðhorfum. Hann leit konur sömu augum og flestallir afganskir kynbræður hans; þær eru réttlaus hópur sem ber að hlýða í einu og öllu því sem yfirboðarar þeirra krefjast af þeim en hljóta verra af ella.
Aðstæður kvenna í Afganistan skánuðu því lítið þrátt fyrir að hin kvenfjandsamlega talíbanastjórn hefði verið hrakin frá völdum. Því að þótt frjálslyndari yfirvöld hafi tekið við hefur það litlu máli skipt því það er ættarveldi hverrar fjölskyldu sem gildir og er öllum lögum ofar.
Nokkur alræmd dæmi má nefna: Unglingsstúlka sem fremur þann stórglæp að hrífast af dreng á sama reiki og gefa sig á tal við hann er limlest fyrir vikið af fjölskyldumeðlimum sínum og er upp frá því úthrópuð skækja og drós. Verslunarmaður nauðgar stúlkubarni af götunni og gortar sig af því að hún geti ekkert gert vegna þess að hún muni sjálf bera skaðann ef hún vogar sér að segja einhverjum frá. Táningsstúlkur sem rétt eru orðnar kynþroska eru vegnar og metnar eins og nautgripir og síðan seldar þeim sem fjölskyldunni þykir bjóða best. Oftar en ekki rígfullorðnum körlum sem vilja ef til vill bæta annarri eiginkonu við og ýta þeirri sem fyrir er til hliðar.
Sjálfur er bóksalinn harðstjóri heima fyrir. Allir skulu fara að hans vilja í einu og öllu og enginn má setja sig upp á móti nokkru sem hann segir eða gerir. Eiginkona hans hefur engan rétt til þess að mögla þegar að hann ákveður að gera sextán ára stúlku að annarri eiginkonu sinni. Engum leyfist heldur að segja neitt þegar að bóksalinn ákveður að beita fullri hörku gegn bláfátækum smið og margra barna föður sem varð það á að hnupla nokkrum póstkortum úr bókabúðinni. Smiðurinn skal fá að dúsa í fangelsi áralangt, jafnvel þó það verði til þess að fjölskylda hans verði þar með fyrirvinnulaus og einhver barnanna veslist líklega upp og deyi. Bóksalinn ræður og þar við situr.
Bóksalinn í Kabúl er sett upp eins og um skáldsögu sé að ræða. Sögumaðurinn Åsne Seierstad kýs að halda sig utan framvindu sögunnar (nema í formála og eftirmála) og aðalpersónurnar fá ný nöfn. Flestöllum fjölskyldumeðlimunum er svo úthlutað einum kafla á mann þar sem kastljósið beinist að þeim. Allir eiga sína niðurbældu drauma og þrár en enginn fær að vera sinnar gæfu smiður. Dapurleg örlög fólks eru ráðin fyrirfram eftir aldagömlum hefðum og engin leið er fyrir nokkurn annan en fjölskylduföðurinn að hrófla við þeim.
Bóksalinn í Kabúl er sorgarsaga. Í henni er dregin upp mynd af þjóðfélagi í viðjum fornaldarlegs hugarfars. Segja má að svo bregðist krosstré sem önnur tré því að ef marka má dæmisöguna af bóksalanum og fjölskyldu hans er vonina ekki einu sinni að finna í þeim sem virðast frjálslyndir og opnir við fyrstu sýn. Þeir reynast vera hinir mestu afturhaldsseggir þegar á reynir og haldlitlir í baráttunni fyrir framþróuðu og opnu samfélagi.
Meðan svo er og hin afturhaldssömu og ofstopafullu viðhorf ráða ríkjum í Afganistan er líklegra að framtíðin þar taki fremur mynd af þyrnum stráðri fortíð landsins en að í hönd fari betri tímar með blóm í haga.
(Birt á Sellunni í apríl 2004)
Vertinn í búðinni vissi líka sínu viti, gat spjallað um heimsbókmenntirnar við kúnnana af ástríðu og var talsmaður framfara og frelsis í landi sínu. Seierstad hrósaði happi og fékk þá ágætu hugmynd að skrifa sögu um þennan lærða mann og fjölskyldu hans. Hún flutti inn á heimili hans og varð eins konar fluga á vegg um nokkurra mánaða skeið.
Eftir því sem á dvölina leið rann ljóminn hins vegar smám saman af hinum framfarasinnaða bóksala. Hann reyndist vera litlu skárri en flestir landar hans sem lifa eftir fornaldarlegum siðareglum og viðhorfum. Hann leit konur sömu augum og flestallir afganskir kynbræður hans; þær eru réttlaus hópur sem ber að hlýða í einu og öllu því sem yfirboðarar þeirra krefjast af þeim en hljóta verra af ella.
Aðstæður kvenna í Afganistan skánuðu því lítið þrátt fyrir að hin kvenfjandsamlega talíbanastjórn hefði verið hrakin frá völdum. Því að þótt frjálslyndari yfirvöld hafi tekið við hefur það litlu máli skipt því það er ættarveldi hverrar fjölskyldu sem gildir og er öllum lögum ofar.
Nokkur alræmd dæmi má nefna: Unglingsstúlka sem fremur þann stórglæp að hrífast af dreng á sama reiki og gefa sig á tal við hann er limlest fyrir vikið af fjölskyldumeðlimum sínum og er upp frá því úthrópuð skækja og drós. Verslunarmaður nauðgar stúlkubarni af götunni og gortar sig af því að hún geti ekkert gert vegna þess að hún muni sjálf bera skaðann ef hún vogar sér að segja einhverjum frá. Táningsstúlkur sem rétt eru orðnar kynþroska eru vegnar og metnar eins og nautgripir og síðan seldar þeim sem fjölskyldunni þykir bjóða best. Oftar en ekki rígfullorðnum körlum sem vilja ef til vill bæta annarri eiginkonu við og ýta þeirri sem fyrir er til hliðar.
Sjálfur er bóksalinn harðstjóri heima fyrir. Allir skulu fara að hans vilja í einu og öllu og enginn má setja sig upp á móti nokkru sem hann segir eða gerir. Eiginkona hans hefur engan rétt til þess að mögla þegar að hann ákveður að gera sextán ára stúlku að annarri eiginkonu sinni. Engum leyfist heldur að segja neitt þegar að bóksalinn ákveður að beita fullri hörku gegn bláfátækum smið og margra barna föður sem varð það á að hnupla nokkrum póstkortum úr bókabúðinni. Smiðurinn skal fá að dúsa í fangelsi áralangt, jafnvel þó það verði til þess að fjölskylda hans verði þar með fyrirvinnulaus og einhver barnanna veslist líklega upp og deyi. Bóksalinn ræður og þar við situr.
Bóksalinn í Kabúl er sett upp eins og um skáldsögu sé að ræða. Sögumaðurinn Åsne Seierstad kýs að halda sig utan framvindu sögunnar (nema í formála og eftirmála) og aðalpersónurnar fá ný nöfn. Flestöllum fjölskyldumeðlimunum er svo úthlutað einum kafla á mann þar sem kastljósið beinist að þeim. Allir eiga sína niðurbældu drauma og þrár en enginn fær að vera sinnar gæfu smiður. Dapurleg örlög fólks eru ráðin fyrirfram eftir aldagömlum hefðum og engin leið er fyrir nokkurn annan en fjölskylduföðurinn að hrófla við þeim.
Bóksalinn í Kabúl er sorgarsaga. Í henni er dregin upp mynd af þjóðfélagi í viðjum fornaldarlegs hugarfars. Segja má að svo bregðist krosstré sem önnur tré því að ef marka má dæmisöguna af bóksalanum og fjölskyldu hans er vonina ekki einu sinni að finna í þeim sem virðast frjálslyndir og opnir við fyrstu sýn. Þeir reynast vera hinir mestu afturhaldsseggir þegar á reynir og haldlitlir í baráttunni fyrir framþróuðu og opnu samfélagi.
Meðan svo er og hin afturhaldssömu og ofstopafullu viðhorf ráða ríkjum í Afganistan er líklegra að framtíðin þar taki fremur mynd af þyrnum stráðri fortíð landsins en að í hönd fari betri tímar með blóm í haga.
(Birt á Sellunni í apríl 2004)